Öðruvísi tekið á heimilisofbeldi ef karlmenn verða fyrir því Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. október 2015 19:00 Fjórðungur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna ofbeldis eru karlmenn, þar af stór hluti vegna heimilisofbeldis. Margir þeirra telja lögreglu líta öðruvísi á ofbeldi af hálfu maka ef karlmaður verður fyrir því. Ráðgjafi ofbeldisfórnarlamba segir tímabært að opna umræðuna um karlmenn sem þolendur. Fréttablaðið greindi í helgarblaði sínu frá reynslu Antoine Hrannars Fons, en hann var beittur miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hátt í þrjú hundruð manns fá aðstoð vegna ofbeldis hjá Drekaslóð á hverju ári. Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi, segir fjórðung þeirra vera karlmenn.„Við fáum mikið af karlmönnum til okkar sem leita sér aðstoðar eftir ofbeldi og stór hluti þeirra er að koma vegna ofbeldis í parasamböndum. Við erum að fá svona sögur til okkar og svona viðhorf. Karlmenn virðast leita sér síður aðstoðar og þeir upplifa það að þeir séu einir með þetta. Að enginn annar lendi í ofbeldi í parasamböndum gegn karlmönnum, “ segir hún.Antoine lýsir því í viðtalinu að hann hafi lagt fram ítrekaðar kærur eftir árásirnar en að lögregla hafa litið öðruvísi á málið því um var að ræða tvo karlmenn á heimilinu. Thelma segir það ekki einsdæmi. „Þeir sem leita sér aðstoðar segja sumir frá því að þeim líði eins og málin þeirra séu ekki tekin alvarlega. Þannig að þeir upplifa sumir að þeir fái ekki þá hjálp sem þeir óska eftir,“ segir Thelma. Þá upplifi samkynhneigðir sig oft þannig að þeirra heimilisofbeldismál séu talin léttvægari er önnur. „Það er mín tilfinning að stundum sé litið svo á að í samkynhneigðum samböndum sem pláss fyrir meira drama, svo ég orði það þannig,“ segir Thelma. Efla þurfi umræðuna um ofbeldi gegn karlmönnum, hvort sem það er af hendi karls eða konu. „Mér finnst við vera svolítið í grunninum ennþá. Við erum ekki komin langt í þessu. Ég kalla eftir meiri umræðu,“ segir Thelma Ásdísardóttir. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Fjórðungur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna ofbeldis eru karlmenn, þar af stór hluti vegna heimilisofbeldis. Margir þeirra telja lögreglu líta öðruvísi á ofbeldi af hálfu maka ef karlmaður verður fyrir því. Ráðgjafi ofbeldisfórnarlamba segir tímabært að opna umræðuna um karlmenn sem þolendur. Fréttablaðið greindi í helgarblaði sínu frá reynslu Antoine Hrannars Fons, en hann var beittur miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hátt í þrjú hundruð manns fá aðstoð vegna ofbeldis hjá Drekaslóð á hverju ári. Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi, segir fjórðung þeirra vera karlmenn.„Við fáum mikið af karlmönnum til okkar sem leita sér aðstoðar eftir ofbeldi og stór hluti þeirra er að koma vegna ofbeldis í parasamböndum. Við erum að fá svona sögur til okkar og svona viðhorf. Karlmenn virðast leita sér síður aðstoðar og þeir upplifa það að þeir séu einir með þetta. Að enginn annar lendi í ofbeldi í parasamböndum gegn karlmönnum, “ segir hún.Antoine lýsir því í viðtalinu að hann hafi lagt fram ítrekaðar kærur eftir árásirnar en að lögregla hafa litið öðruvísi á málið því um var að ræða tvo karlmenn á heimilinu. Thelma segir það ekki einsdæmi. „Þeir sem leita sér aðstoðar segja sumir frá því að þeim líði eins og málin þeirra séu ekki tekin alvarlega. Þannig að þeir upplifa sumir að þeir fái ekki þá hjálp sem þeir óska eftir,“ segir Thelma. Þá upplifi samkynhneigðir sig oft þannig að þeirra heimilisofbeldismál séu talin léttvægari er önnur. „Það er mín tilfinning að stundum sé litið svo á að í samkynhneigðum samböndum sem pláss fyrir meira drama, svo ég orði það þannig,“ segir Thelma. Efla þurfi umræðuna um ofbeldi gegn karlmönnum, hvort sem það er af hendi karls eða konu. „Mér finnst við vera svolítið í grunninum ennþá. Við erum ekki komin langt í þessu. Ég kalla eftir meiri umræðu,“ segir Thelma Ásdísardóttir.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira