Öðruvísi tekið á heimilisofbeldi ef karlmenn verða fyrir því Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. október 2015 19:00 Fjórðungur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna ofbeldis eru karlmenn, þar af stór hluti vegna heimilisofbeldis. Margir þeirra telja lögreglu líta öðruvísi á ofbeldi af hálfu maka ef karlmaður verður fyrir því. Ráðgjafi ofbeldisfórnarlamba segir tímabært að opna umræðuna um karlmenn sem þolendur. Fréttablaðið greindi í helgarblaði sínu frá reynslu Antoine Hrannars Fons, en hann var beittur miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hátt í þrjú hundruð manns fá aðstoð vegna ofbeldis hjá Drekaslóð á hverju ári. Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi, segir fjórðung þeirra vera karlmenn.„Við fáum mikið af karlmönnum til okkar sem leita sér aðstoðar eftir ofbeldi og stór hluti þeirra er að koma vegna ofbeldis í parasamböndum. Við erum að fá svona sögur til okkar og svona viðhorf. Karlmenn virðast leita sér síður aðstoðar og þeir upplifa það að þeir séu einir með þetta. Að enginn annar lendi í ofbeldi í parasamböndum gegn karlmönnum, “ segir hún.Antoine lýsir því í viðtalinu að hann hafi lagt fram ítrekaðar kærur eftir árásirnar en að lögregla hafa litið öðruvísi á málið því um var að ræða tvo karlmenn á heimilinu. Thelma segir það ekki einsdæmi. „Þeir sem leita sér aðstoðar segja sumir frá því að þeim líði eins og málin þeirra séu ekki tekin alvarlega. Þannig að þeir upplifa sumir að þeir fái ekki þá hjálp sem þeir óska eftir,“ segir Thelma. Þá upplifi samkynhneigðir sig oft þannig að þeirra heimilisofbeldismál séu talin léttvægari er önnur. „Það er mín tilfinning að stundum sé litið svo á að í samkynhneigðum samböndum sem pláss fyrir meira drama, svo ég orði það þannig,“ segir Thelma. Efla þurfi umræðuna um ofbeldi gegn karlmönnum, hvort sem það er af hendi karls eða konu. „Mér finnst við vera svolítið í grunninum ennþá. Við erum ekki komin langt í þessu. Ég kalla eftir meiri umræðu,“ segir Thelma Ásdísardóttir. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Fjórðungur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna ofbeldis eru karlmenn, þar af stór hluti vegna heimilisofbeldis. Margir þeirra telja lögreglu líta öðruvísi á ofbeldi af hálfu maka ef karlmaður verður fyrir því. Ráðgjafi ofbeldisfórnarlamba segir tímabært að opna umræðuna um karlmenn sem þolendur. Fréttablaðið greindi í helgarblaði sínu frá reynslu Antoine Hrannars Fons, en hann var beittur miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hátt í þrjú hundruð manns fá aðstoð vegna ofbeldis hjá Drekaslóð á hverju ári. Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi, segir fjórðung þeirra vera karlmenn.„Við fáum mikið af karlmönnum til okkar sem leita sér aðstoðar eftir ofbeldi og stór hluti þeirra er að koma vegna ofbeldis í parasamböndum. Við erum að fá svona sögur til okkar og svona viðhorf. Karlmenn virðast leita sér síður aðstoðar og þeir upplifa það að þeir séu einir með þetta. Að enginn annar lendi í ofbeldi í parasamböndum gegn karlmönnum, “ segir hún.Antoine lýsir því í viðtalinu að hann hafi lagt fram ítrekaðar kærur eftir árásirnar en að lögregla hafa litið öðruvísi á málið því um var að ræða tvo karlmenn á heimilinu. Thelma segir það ekki einsdæmi. „Þeir sem leita sér aðstoðar segja sumir frá því að þeim líði eins og málin þeirra séu ekki tekin alvarlega. Þannig að þeir upplifa sumir að þeir fái ekki þá hjálp sem þeir óska eftir,“ segir Thelma. Þá upplifi samkynhneigðir sig oft þannig að þeirra heimilisofbeldismál séu talin léttvægari er önnur. „Það er mín tilfinning að stundum sé litið svo á að í samkynhneigðum samböndum sem pláss fyrir meira drama, svo ég orði það þannig,“ segir Thelma. Efla þurfi umræðuna um ofbeldi gegn karlmönnum, hvort sem það er af hendi karls eða konu. „Mér finnst við vera svolítið í grunninum ennþá. Við erum ekki komin langt í þessu. Ég kalla eftir meiri umræðu,“ segir Thelma Ásdísardóttir.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira