Átta flugvélar Icelandair neyðst til að lenda á Reykjavíkurflugvelli síðasta áratug Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. júní 2015 16:43 Frá Reykjavíkurflugvelli vísir/vilhelm Aðeins átta flugvélar neyddust til þess að lenda á Reykjavíkurflugvelli á árunum 2005-2014 eða að meðaltali minna en ein flugvél á ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. Flugáætlanir berast í rafrænum skeytum og taka til atriða eins og flugleiðar, gerðar vélar, fjölda farþega, komutíma, varaflugvallar ef á þarf að halda og fleiri þátta. Til viðbótar berst síðan nokkur fjöldi afboðana en meginreglan er að í þeim kemur ekki annað fram en að fallið hafi verið frá fyrirhugaðri lendingu. Aðrar upplýsingar eins og ástæður og hvert flogið verði í staðinn eru alla jafna ekki gefnar. Í svarinu kemur fram að þessar upplýsingar hafi hingað til ekki verið kerfisbundið skráðar. Til að gefa hugmynd um í hve algengt þetta væri var haft samband við Icelandair sem veitti upplýsingar um hve oft vélar, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli, lentu í Reykjavík. Ástæðan var oftast veður. Flestar lendingar á Reykjavíkurflugvelli áttu sér stað árið 2010, alls þrjár. Það sem af er ári hafa tvær vélar neyðst til að lenda í Reykjavík. Í svarinu er einnig tekið fram hve margar vélar hafa lent á Akureyri og Egilsstöðum. Þrettán vélar hafa þurft að lenda á síðarnefnda vellinum árin 2005-2014 og átta vélar á Akureyri á sama tíma. Flestar lendingar á öðrum stað en upphaflega var áætlað áttu sér stað árið 2008 þegar tíu vélar lentu á öðrum stað. Árin 2006 og 2013 þurfti engin vél að gera það.Flugtök og lendingar á Keflavíkurflugvelli 1995-2014 | Create infographics Helgi Hrafn spurði einnig um hve margar flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli undanfarin tuttugu ár. Svar ráðherra tekur fram hve margar vélar lenda og takast á loft. Athyglisvert er að þrefalt fleiri hreyfingar voru árið 2014 heldur en árið 1995.Almannaflug spannar annað borgaralegt flug til landsins en farþega- eða vöruflug og er þar í flestum tilfellum um flug einkaflugvéla að ræða. Undir yfirskriftinni aðrar hreyfingar eru taldar snertilendingar, þ.e. æfinga- og kennsluflug bæði borgaralegra flugvéla og herflugvéla. Að öðru leyti er allt innanlandsflug og allt ríkisflug, t.d. á vegum Landhelgisgæslunnar, sett í þennan dálk.Undanfarin tuttugu ár hafa 1.271.292 hreyfingar, en hreyfing telst sem flugtak og lending, átt sér stað á Keflavíkurflugvelli. Þá eru hreyfingar þessa árs taldar með. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Styðja að borgin verði svipt valdi yfir flugvelli Bæjarráð Fljótsdalshéraðs, en þar er Egilsstaðaflugvöllur, samþykkti í dag að lýsa yfir stuðningi við lagafrumvarp þess efnis að skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar verði í höndum ríkisvaldsins, líkt og gildir um Keflavíkurflugvöll. 11. maí 2015 21:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Aðeins átta flugvélar neyddust til þess að lenda á Reykjavíkurflugvelli á árunum 2005-2014 eða að meðaltali minna en ein flugvél á ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. Flugáætlanir berast í rafrænum skeytum og taka til atriða eins og flugleiðar, gerðar vélar, fjölda farþega, komutíma, varaflugvallar ef á þarf að halda og fleiri þátta. Til viðbótar berst síðan nokkur fjöldi afboðana en meginreglan er að í þeim kemur ekki annað fram en að fallið hafi verið frá fyrirhugaðri lendingu. Aðrar upplýsingar eins og ástæður og hvert flogið verði í staðinn eru alla jafna ekki gefnar. Í svarinu kemur fram að þessar upplýsingar hafi hingað til ekki verið kerfisbundið skráðar. Til að gefa hugmynd um í hve algengt þetta væri var haft samband við Icelandair sem veitti upplýsingar um hve oft vélar, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli, lentu í Reykjavík. Ástæðan var oftast veður. Flestar lendingar á Reykjavíkurflugvelli áttu sér stað árið 2010, alls þrjár. Það sem af er ári hafa tvær vélar neyðst til að lenda í Reykjavík. Í svarinu er einnig tekið fram hve margar vélar hafa lent á Akureyri og Egilsstöðum. Þrettán vélar hafa þurft að lenda á síðarnefnda vellinum árin 2005-2014 og átta vélar á Akureyri á sama tíma. Flestar lendingar á öðrum stað en upphaflega var áætlað áttu sér stað árið 2008 þegar tíu vélar lentu á öðrum stað. Árin 2006 og 2013 þurfti engin vél að gera það.Flugtök og lendingar á Keflavíkurflugvelli 1995-2014 | Create infographics Helgi Hrafn spurði einnig um hve margar flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli undanfarin tuttugu ár. Svar ráðherra tekur fram hve margar vélar lenda og takast á loft. Athyglisvert er að þrefalt fleiri hreyfingar voru árið 2014 heldur en árið 1995.Almannaflug spannar annað borgaralegt flug til landsins en farþega- eða vöruflug og er þar í flestum tilfellum um flug einkaflugvéla að ræða. Undir yfirskriftinni aðrar hreyfingar eru taldar snertilendingar, þ.e. æfinga- og kennsluflug bæði borgaralegra flugvéla og herflugvéla. Að öðru leyti er allt innanlandsflug og allt ríkisflug, t.d. á vegum Landhelgisgæslunnar, sett í þennan dálk.Undanfarin tuttugu ár hafa 1.271.292 hreyfingar, en hreyfing telst sem flugtak og lending, átt sér stað á Keflavíkurflugvelli. Þá eru hreyfingar þessa árs taldar með.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Styðja að borgin verði svipt valdi yfir flugvelli Bæjarráð Fljótsdalshéraðs, en þar er Egilsstaðaflugvöllur, samþykkti í dag að lýsa yfir stuðningi við lagafrumvarp þess efnis að skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar verði í höndum ríkisvaldsins, líkt og gildir um Keflavíkurflugvöll. 11. maí 2015 21:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Styðja að borgin verði svipt valdi yfir flugvelli Bæjarráð Fljótsdalshéraðs, en þar er Egilsstaðaflugvöllur, samþykkti í dag að lýsa yfir stuðningi við lagafrumvarp þess efnis að skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar verði í höndum ríkisvaldsins, líkt og gildir um Keflavíkurflugvöll. 11. maí 2015 21:15