Enski boltinn

Palace fær einn besta leikmann Wolves

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sako spilaði vel með Wolves í fyrra.
Sako spilaði vel með Wolves í fyrra. vísir/getty
Malíski kantmaðurinn Bakary Sako er genginn í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace frá Wolverhampton Wanderers.

Sako kemur á frjálsi sölu til Palace sem endaði í 10. sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Sako er fimmti leikmaðurinn sem Alan Pardew, knattspyrnustjóri Palace, fær til félagsins í sumar en áður voru Alex McCarthy, Patrick Bamford, Connor Wickham og Yohan Cabaye komnir.

Sako gerði 15 mörk 41 leik með Wolves í B-deildinni í fyrra en hann lék með liðinu í þrjú ár.

Palace sækir Norwich City heim í 1. umferð úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Cabaye snýr aftur í enska boltann

Crystal Palace sló félagsmetið þegar liðið festi kaup á franska miðjumanninum Yohan Cabaye frá Paris Saint-Germain í dag.

Pardew veðjar á Wickham

Crystal Palace hefur fest kaup á framherjanum Connor Wickham frá Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×