Enski boltinn

Leikmaður ársins hjá Crystal Palace framlengir við félagið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dann átti stóran þátt í góðu gengi Crystal Palace í vetur.
Dann átti stóran þátt í góðu gengi Crystal Palace í vetur. vísir/getty
Miðvörðurinn Scott Dann hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace.

Dann, sem er 28 ára, var valinn leikmaður ársins hjá Palace á síðasta tímabili en liðið endaði í 10. sæti.

„Ég er hæstánægður að vera búinn að skrifa undir nýjan samning og hlakka til framtíðarinnar á Selhurst Park,“ sagði Dann og bætti því við að hann hefði ákveðið að vera áfram hjá Palace þrátt fyrir áhuga annarra liða.

Dann kom til Palace frá Blackburn Rovers í janúar 2014 og hefur síðan þá leikið 51 leik og skorað fimm mörk fyrir Lundúnaliðið sem ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili.

Sjá einnig: Cabaye snýr aftur í enska boltann

Auk Danns hafa James McArthur, Brede Hangeland, Jason Puncheon og Damien Delaney skrifað framlengt samninga sína við Palace.


Tengdar fréttir

Cabaye snýr aftur í enska boltann

Crystal Palace sló félagsmetið þegar liðið festi kaup á franska miðjumanninum Yohan Cabaye frá Paris Saint-Germain í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×