Enski boltinn

Cabaye snýr aftur í enska boltann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cabaye hefur leikið tæplega 40 landsleiki fyrir Frakkland.
Cabaye hefur leikið tæplega 40 landsleiki fyrir Frakkland. vísir/getty
Crystal Palace sló félagsmetið þegar liðið festi kaup á franska miðjumanninum Yohan Cabaye frá Paris Saint-Germain í dag.

Cabaye kostaði 10 milljónir punda en Palace hefur aldrei greitt jafn háa fjárhæð fyrir leikmann.

Hjá Palace hittir Cabaye fyrir knattspyrnustjórann Alan Pardew sem keypti Frakkann til Newcastle United á sínum tíma.

„Ég þekki stjórann og hef unnið með honum áður. Ég vil að leggja mig allan fram fyrir hann því hann lagði mikla áherslu á að fá mig til félagsins sem og stjórnarformaðurinn,“ sagði Cabaye um endurfundi þeirra Pardews.

Cabaye skoraði 18 mörk í 93 leikjum fyrir Newcastle áður en hann var seldur til PSG í janúar 2014. Honum gekk erfiðlega að vinna sér sæti í liði PSG og var aðeins 13 sinnum í byrjunarliðinu á síðasta tímabili.

Palace endaði í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vetur en liðið var í fallsæti þegar Pardew tók við því um áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×