Enski boltinn

Hangeland framlengir við Crystal Palace

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hangeland og Alberto Moreno, leikmaður Liverpool, eigast við.
Hangeland og Alberto Moreno, leikmaður Liverpool, eigast við. vísir/getty
Norski varnarmaðurinn Brede Hangeland hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace.

Hangeland gekk til liðs við Palace frá Fulham fyrir síðasta tímabil. Hann lék um sex ára skeið með Fulham og var m.a. hluti af liðinu sem fór í úrslitaleik Evrópudeildarinnar vorið 2010.

Hangeland lék 17 leiki með Palace á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk.

Palace lenti í 10. sæti úrvalsdeildarinnar en það var í fallsæti um áramótin. Gengi liðsins snerist hins vegar við eftir að Alan Pardew tók við af Neil Warnock.

Hangeland lék á sínum tíma 91 landsleik fyrir Noreg en hann hætti að leika með landsliðinu í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×