Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2015 20:03 Mikill meirihluti sautján aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samþykkti að hefja verkfallsaðgerðir strax eftir páska. Formaður félagsins segir bandalagið krefjast þess að menntun borgi sig og horft verði til þeirra samninga sem meðal annars hafi gefið flugmönnum og læknum tugi prósenta í launahækkun. „Fyrstu verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna (BHM) hefjast þriðjudaginn 7. apríl. Aðeins þremur dögum seinna hefjast síðan verkfallsaðgerðir 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðgerðir Starfsgreinasambandsins munu hafa mikil áhrif á landsbyggðinni en aðgerðir BHM munu trufla og jafnvel stöðva ýmsa starfsemi um allt land. Formaður bandalagsins segir komið að endastöð við samningaborðið eftir nánast stöðugar viðræður frá því í fyrra vetur með vopnahléssamningi sem gerður var upp á 2,8 prósent síðast liðið vor. „Og núna hefur það eitt breyst að það sem voru 2,8 prósent í fyrra eru 3,5 prósent eða allt að því. Það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og við teljum að nægi ekki til þess að ná upp þeim launum að menntun sé metin til launa á íslandi,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Um 80 prósent þeirra félagsmanna í 17 mismunandi aðildarfélögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir samþykktu þær. Páll segir þetta skýrt umboð enda alveg ljóst að til að ná fram raunverulegum launahækkunum þurfi félögin að beita sér. „Og það hefur nú komið fram upp á síðkastið að ríkið hefur verið tilbúið til að leysa deilur. Þó reyndar aldrei fyrr en eftir einhver átök sem er í raun mjög frumstæð aðkoma að svona hlutum. En þeir hafa alla vega verið tilbúnir til að leysa deilur,“ segir Páll. Vonandi gerist það áður en verkföll skelli á. Lengd samningstímans fari eftir innihaldi samninga. „Það hafa verið samningar bæði við lækna og flugmenn og ýmsa aðila. Við teljum fulla ástæðu til þess að okkar laun séu að breytast í takt við það sem þar er að gerast,“ segir Páll Halldórsson. Verkföll BHM verða með eftirfarandi hætti: Verkföllin munu taka til fimm ríkisstofnana og hefjast 7. og 20. apríl. Að auki munu allir félagsmenn BHM hjá ríkinu fara í hálfsdags verkfall þann 9. apríl. Verkföll hefjast 7. apríl (misjafnar útfærslur): - LSH-ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga). - FAS -ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla mánudaga og fimmtudaga). - Allir geislafræðingar í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Allir lífeindafræðingar í ótímabundið verkfall alla virka daga frá kl.8.00-1200 (mán,þrið,miðv, fimmtud og föst). - FÍN á LSH í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – (SL) í ótímabundið verkfall frá 7. apríl Verkföll hefjast 20. apríl (misjafnar útfærslur): - Matvælastofnun – (FÍN –SHMN-DÍ) ótímabundið verkfall frá 20. apríl - Fjársýslan –FHSS tímabundið verkfall frá 20. apríl 2015 til kl. 24:00 föstudaginn 8. maí 2015. - Allir dýralæknar ótímabundið ótímabundið verkfall frá 20. apríl Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Mikill meirihluti sautján aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samþykkti að hefja verkfallsaðgerðir strax eftir páska. Formaður félagsins segir bandalagið krefjast þess að menntun borgi sig og horft verði til þeirra samninga sem meðal annars hafi gefið flugmönnum og læknum tugi prósenta í launahækkun. „Fyrstu verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna (BHM) hefjast þriðjudaginn 7. apríl. Aðeins þremur dögum seinna hefjast síðan verkfallsaðgerðir 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðgerðir Starfsgreinasambandsins munu hafa mikil áhrif á landsbyggðinni en aðgerðir BHM munu trufla og jafnvel stöðva ýmsa starfsemi um allt land. Formaður bandalagsins segir komið að endastöð við samningaborðið eftir nánast stöðugar viðræður frá því í fyrra vetur með vopnahléssamningi sem gerður var upp á 2,8 prósent síðast liðið vor. „Og núna hefur það eitt breyst að það sem voru 2,8 prósent í fyrra eru 3,5 prósent eða allt að því. Það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og við teljum að nægi ekki til þess að ná upp þeim launum að menntun sé metin til launa á íslandi,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Um 80 prósent þeirra félagsmanna í 17 mismunandi aðildarfélögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir samþykktu þær. Páll segir þetta skýrt umboð enda alveg ljóst að til að ná fram raunverulegum launahækkunum þurfi félögin að beita sér. „Og það hefur nú komið fram upp á síðkastið að ríkið hefur verið tilbúið til að leysa deilur. Þó reyndar aldrei fyrr en eftir einhver átök sem er í raun mjög frumstæð aðkoma að svona hlutum. En þeir hafa alla vega verið tilbúnir til að leysa deilur,“ segir Páll. Vonandi gerist það áður en verkföll skelli á. Lengd samningstímans fari eftir innihaldi samninga. „Það hafa verið samningar bæði við lækna og flugmenn og ýmsa aðila. Við teljum fulla ástæðu til þess að okkar laun séu að breytast í takt við það sem þar er að gerast,“ segir Páll Halldórsson. Verkföll BHM verða með eftirfarandi hætti: Verkföllin munu taka til fimm ríkisstofnana og hefjast 7. og 20. apríl. Að auki munu allir félagsmenn BHM hjá ríkinu fara í hálfsdags verkfall þann 9. apríl. Verkföll hefjast 7. apríl (misjafnar útfærslur): - LSH-ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga). - FAS -ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla mánudaga og fimmtudaga). - Allir geislafræðingar í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Allir lífeindafræðingar í ótímabundið verkfall alla virka daga frá kl.8.00-1200 (mán,þrið,miðv, fimmtud og föst). - FÍN á LSH í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – (SL) í ótímabundið verkfall frá 7. apríl Verkföll hefjast 20. apríl (misjafnar útfærslur): - Matvælastofnun – (FÍN –SHMN-DÍ) ótímabundið verkfall frá 20. apríl - Fjársýslan –FHSS tímabundið verkfall frá 20. apríl 2015 til kl. 24:00 föstudaginn 8. maí 2015. - Allir dýralæknar ótímabundið ótímabundið verkfall frá 20. apríl
Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira