Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2015 13:49 Umræðan hefur átt sér stað inn á Facebook hópnum Beauty Tips. vísir/getty Notendur Facebook hópsins Beauty Tips hafa undanfarinn sólarhring deilt reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum fyrir öðrum meðlimum hópsins. Inn á hópnum eru ríflega 24.000 stelpur og konur á öllum aldri. Sögunum hefur verið deilt undir #þöggun og #konurtala. Ein segir frá því þegar hún átján ára varð fyrir því að fertugur rútubílstjóri nauðgaði henni þar sem hún lá rænulaus. Önnur skilar skömminni heim til barnsföður síns sem hélt hníf að hálsi hennar og nauðgaði henni á meðan barn þeirra grét í fangi móður sinnar. Sögurnar eru orðnar mýmargar og jafn mismunandi og þær eru margar. Ein stúlkan segir frá því að henni hafi verið nauðgað þegar hún var tíu ára, aftur þegar hún var þrettán og í þrígang er hún var fjórtán ára. Í öll skiptin hafi henni verið sagt að hún væri hóra, að hún hafi tælt þá og að hún væri að eyðileggja líf gerendanna með því að segja frá. Hún endar frásögn sína á því að ef að fleiri væru ekki að segja frá myndi hún aldrei þora að gera það sjálf. Enn ein segir frá því að þegar hún var um sex ára aldur hafi faðir hennar misnotað hana. Hún hafi verið að gista hjá honum, hann kom inn um nóttina til hennar og snerti hana. Hún hafi sagt frá við fyrsta tækifæri og móðir hennar kært hann. Móðirin tapaði málinu og það sem henni þótti verra var að faðirnn fékk umgengnisrétt við sig. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum en notendur hópsins geta lesið sögunar inn á honum en einnig hefur skapast umræða um málið inn á Twitter undir #þöggun.#þöggun Tweets Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 „Það er á ábyrgð okkar allra að #freethenipple-átakið snúist ekki upp í andhverfu sína“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er afar ánægð með dag geirvörtunnar og segist stolt og hrærð yfir hversu margir tóku þátt í að dásama líkamann. 27. mars 2015 13:24 Kvenréttindafélag Íslands: #Freethenipple skref í átt að auknu kynfrelsi Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna #freethenipple byltingarinnar. 27. mars 2015 22:28 Afleiðing nauðgunar oft sektarkennd: „Óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum“ „Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. 20. apríl 2015 20:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Notendur Facebook hópsins Beauty Tips hafa undanfarinn sólarhring deilt reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum fyrir öðrum meðlimum hópsins. Inn á hópnum eru ríflega 24.000 stelpur og konur á öllum aldri. Sögunum hefur verið deilt undir #þöggun og #konurtala. Ein segir frá því þegar hún átján ára varð fyrir því að fertugur rútubílstjóri nauðgaði henni þar sem hún lá rænulaus. Önnur skilar skömminni heim til barnsföður síns sem hélt hníf að hálsi hennar og nauðgaði henni á meðan barn þeirra grét í fangi móður sinnar. Sögurnar eru orðnar mýmargar og jafn mismunandi og þær eru margar. Ein stúlkan segir frá því að henni hafi verið nauðgað þegar hún var tíu ára, aftur þegar hún var þrettán og í þrígang er hún var fjórtán ára. Í öll skiptin hafi henni verið sagt að hún væri hóra, að hún hafi tælt þá og að hún væri að eyðileggja líf gerendanna með því að segja frá. Hún endar frásögn sína á því að ef að fleiri væru ekki að segja frá myndi hún aldrei þora að gera það sjálf. Enn ein segir frá því að þegar hún var um sex ára aldur hafi faðir hennar misnotað hana. Hún hafi verið að gista hjá honum, hann kom inn um nóttina til hennar og snerti hana. Hún hafi sagt frá við fyrsta tækifæri og móðir hennar kært hann. Móðirin tapaði málinu og það sem henni þótti verra var að faðirnn fékk umgengnisrétt við sig. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum en notendur hópsins geta lesið sögunar inn á honum en einnig hefur skapast umræða um málið inn á Twitter undir #þöggun.#þöggun Tweets
Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 „Það er á ábyrgð okkar allra að #freethenipple-átakið snúist ekki upp í andhverfu sína“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er afar ánægð með dag geirvörtunnar og segist stolt og hrærð yfir hversu margir tóku þátt í að dásama líkamann. 27. mars 2015 13:24 Kvenréttindafélag Íslands: #Freethenipple skref í átt að auknu kynfrelsi Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna #freethenipple byltingarinnar. 27. mars 2015 22:28 Afleiðing nauðgunar oft sektarkennd: „Óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum“ „Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. 20. apríl 2015 20:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30
Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45
„Það er á ábyrgð okkar allra að #freethenipple-átakið snúist ekki upp í andhverfu sína“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er afar ánægð með dag geirvörtunnar og segist stolt og hrærð yfir hversu margir tóku þátt í að dásama líkamann. 27. mars 2015 13:24
Kvenréttindafélag Íslands: #Freethenipple skref í átt að auknu kynfrelsi Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna #freethenipple byltingarinnar. 27. mars 2015 22:28
Afleiðing nauðgunar oft sektarkennd: „Óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum“ „Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. 20. apríl 2015 20:30