Sigurræða Blatters: Ég er ekki fullkominn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. maí 2015 17:37 Sepp Blatter rífur í spaðann á Issa Hayatou. vísir/getty „Kæru félagar, þið hafið fyrir framan ykkur forseta FIFA. Vinsamlega klappið fyrir honum.“ Þetta sagði Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, er hann stóð við hliðina á Sepp Blatter á sviðinu á ársþingi FIFA sem lauk í dag.Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í dag þegar prins Ali bin Hussein dró framboð sitt til baka eftir að fá aðeins 73 atkvæði í fyrstu umferð. Það var við hæfi að Issa Hayatou kynnti Blatter á sviðið þar sem Afríka stendur þétt við bakið á Svisslendingnum. Eftir lófaklapp og smá baul úr salnum þakkaði Blatter fundargestum fyrir.Prins Ali náði ekki kjöri.vísir/getty„Fyrst og fremst vil ég hrósa prins Ali og þakka honum fyrir,“ sagði Blatter. „Prins Ali var keppinautur og áskorandi sem fékk góða kosningu. Hann hefði auðveldlega getað haldið áfram í von um að fá fleiri atkvæði.“ „Að því sögðu þakka ég ykkur fyrir að kjósa mig áfram. Næstu fjögur árin verð ég skipstjóri á FIFA-skipinu sem við munum skila aftur til hafnar.“ „Fyrir fjórum árum var mikið af vandræðum sem við þurftum að afgreiða og ég lét ykkur sjá um það. Ég skoraði á ykkur. „En nú eru vandamál sem við þurfum að leysa innan sambandsins,“ sagði Blatter og talaði einnig um að hann vildi fá fleiri konur í nefndarstörfin. Blatter, sem hefur kvartað yfir því á þinginu að honum sé kennt um spillinguna innan sambandins, ítrekaði enn og aftur að hann ætlar að endurbyggja FIFA. „Ég tek á mig ábyrgðina að endurbyggja FIFA. Ég er viss um að við gerum það saman,“ sagði Blatter. „Ég mun skila af mér FIFA í mjög sterkri stöðu að lokinni forsetatíð minni. En við þurfum að vinna saman.“ „Ég er ekki fullkominn. Enginn er fullkominn, en við munum standa okkur saman. Sameinuð stöndum við. Höldum áfram, FIFA! Þakka ykkur fyrir,“ sagði sigurreifur Sepp Blatter. FIFA Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag. 29. maí 2015 12:04 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
„Kæru félagar, þið hafið fyrir framan ykkur forseta FIFA. Vinsamlega klappið fyrir honum.“ Þetta sagði Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, er hann stóð við hliðina á Sepp Blatter á sviðinu á ársþingi FIFA sem lauk í dag.Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í dag þegar prins Ali bin Hussein dró framboð sitt til baka eftir að fá aðeins 73 atkvæði í fyrstu umferð. Það var við hæfi að Issa Hayatou kynnti Blatter á sviðið þar sem Afríka stendur þétt við bakið á Svisslendingnum. Eftir lófaklapp og smá baul úr salnum þakkaði Blatter fundargestum fyrir.Prins Ali náði ekki kjöri.vísir/getty„Fyrst og fremst vil ég hrósa prins Ali og þakka honum fyrir,“ sagði Blatter. „Prins Ali var keppinautur og áskorandi sem fékk góða kosningu. Hann hefði auðveldlega getað haldið áfram í von um að fá fleiri atkvæði.“ „Að því sögðu þakka ég ykkur fyrir að kjósa mig áfram. Næstu fjögur árin verð ég skipstjóri á FIFA-skipinu sem við munum skila aftur til hafnar.“ „Fyrir fjórum árum var mikið af vandræðum sem við þurftum að afgreiða og ég lét ykkur sjá um það. Ég skoraði á ykkur. „En nú eru vandamál sem við þurfum að leysa innan sambandsins,“ sagði Blatter og talaði einnig um að hann vildi fá fleiri konur í nefndarstörfin. Blatter, sem hefur kvartað yfir því á þinginu að honum sé kennt um spillinguna innan sambandins, ítrekaði enn og aftur að hann ætlar að endurbyggja FIFA. „Ég tek á mig ábyrgðina að endurbyggja FIFA. Ég er viss um að við gerum það saman,“ sagði Blatter. „Ég mun skila af mér FIFA í mjög sterkri stöðu að lokinni forsetatíð minni. En við þurfum að vinna saman.“ „Ég er ekki fullkominn. Enginn er fullkominn, en við munum standa okkur saman. Sameinuð stöndum við. Höldum áfram, FIFA! Þakka ykkur fyrir,“ sagði sigurreifur Sepp Blatter.
FIFA Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag. 29. maí 2015 12:04 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00
Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag. 29. maí 2015 12:04
Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30