Endurskoða löggjöf um fóstureyðingar Sæunn Gísladóttir skrifar 8. desember 2015 06:00 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, vonast til að leggja fram frumvarp um breytingar á löggjöf um fóstureyðingar á næsta haustþingi. Fréttablaðið/Pjetur Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hyggst endurskoða löggjöf um fóstureyðingar sem er frá árinu 1975. Nýverið birtist grein í Læknablaðinu þar sem gagnrýnt var að konur væru enn í þeirri formlegu aðstöðu að tveir aðilar konunni óskyldir verði að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði í upphafi árs að fara að undirbúa endurskoðun á þessum lögum vegna þess að þau eru bara barn síns tíma og það er full þörf á því að endurskoða löggjöf um þessi mál,“ segir Kristján Þór. Hann segist vilja að löggjöfin verði endurskoðuð í heild sinni.Hópurinn Lífsvernd hittist í hádeginu á hverjum þriðjudegi fyrir utan kvennadeildina og bað fyrir eyddum fóstrum. Fréttablaðið/Ernir„Megináhersla mín í þessum efnum er að konur hafi ákvörðunarvald yfir eigin málum. Í mínum huga er þetta ákvörðun sem konan sjálf er best búin og fær um að taka og hún á að hafa ákvörðunarvaldið í þessu efni.“ Í greininni Þungunarrof á Íslandi í 80 ár. Góð reynsla en er þörf á að breyta? sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fyrir skömmu, rekja fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn sögu fóstureyðingarlöggjafar á Íslandi. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur, ásamt Steinunni Rögnvaldsdóttur, gaf nýlega út bók byggða á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingu hér á landi. Hún tekur undir gagnrýnina. „Við erum með dæmi frá konum sem tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli,“ sagði Silja Bára við Stöð 2 um liðna helgi. Ísland var meðal fyrstu landa í Vestur-Evrópu til að setja lög sem leyfðu fóstureyðingar árið 1935. Fram að því voru engar heimildir til að framkvæma slíkar aðgerðir. Höfundarnir færa rök fyrir því að núgildandi lög, lög nr. 25 frá 1975, „Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir“, þurfi að endurmeta til að láta þau sjónarmið ráða för sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna. En samkvæmt lögunum þurfa tveir aðilar óskyldir konunni sem hyggst fara í fóstureyðingu að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. Kristján Þór segir að vinnan miðist við að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum á næsta haustþingi. „Vonandi getum við þá séð einhverjar breytingar á löggjöfinni á árinu 2017,“ segir Kristján Þór. Hann vill ekki spá hvort þverpólitísk sátt náist um málið. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði hér að hefja undirbúning að þessari vinnu, svo þegar við erum lengra komin getur vel verið að við útvíkkum hópinn. Sjáum bara til hverju starfið skilar okkur.“ Tengdar fréttir Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. 5. desember 2015 19:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hyggst endurskoða löggjöf um fóstureyðingar sem er frá árinu 1975. Nýverið birtist grein í Læknablaðinu þar sem gagnrýnt var að konur væru enn í þeirri formlegu aðstöðu að tveir aðilar konunni óskyldir verði að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði í upphafi árs að fara að undirbúa endurskoðun á þessum lögum vegna þess að þau eru bara barn síns tíma og það er full þörf á því að endurskoða löggjöf um þessi mál,“ segir Kristján Þór. Hann segist vilja að löggjöfin verði endurskoðuð í heild sinni.Hópurinn Lífsvernd hittist í hádeginu á hverjum þriðjudegi fyrir utan kvennadeildina og bað fyrir eyddum fóstrum. Fréttablaðið/Ernir„Megináhersla mín í þessum efnum er að konur hafi ákvörðunarvald yfir eigin málum. Í mínum huga er þetta ákvörðun sem konan sjálf er best búin og fær um að taka og hún á að hafa ákvörðunarvaldið í þessu efni.“ Í greininni Þungunarrof á Íslandi í 80 ár. Góð reynsla en er þörf á að breyta? sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fyrir skömmu, rekja fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn sögu fóstureyðingarlöggjafar á Íslandi. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur, ásamt Steinunni Rögnvaldsdóttur, gaf nýlega út bók byggða á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingu hér á landi. Hún tekur undir gagnrýnina. „Við erum með dæmi frá konum sem tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli,“ sagði Silja Bára við Stöð 2 um liðna helgi. Ísland var meðal fyrstu landa í Vestur-Evrópu til að setja lög sem leyfðu fóstureyðingar árið 1935. Fram að því voru engar heimildir til að framkvæma slíkar aðgerðir. Höfundarnir færa rök fyrir því að núgildandi lög, lög nr. 25 frá 1975, „Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir“, þurfi að endurmeta til að láta þau sjónarmið ráða för sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna. En samkvæmt lögunum þurfa tveir aðilar óskyldir konunni sem hyggst fara í fóstureyðingu að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. Kristján Þór segir að vinnan miðist við að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum á næsta haustþingi. „Vonandi getum við þá séð einhverjar breytingar á löggjöfinni á árinu 2017,“ segir Kristján Þór. Hann vill ekki spá hvort þverpólitísk sátt náist um málið. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði hér að hefja undirbúning að þessari vinnu, svo þegar við erum lengra komin getur vel verið að við útvíkkum hópinn. Sjáum bara til hverju starfið skilar okkur.“
Tengdar fréttir Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. 5. desember 2015 19:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. 5. desember 2015 19:15