Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Þórhildur Þorkeldóttir skrifar 5. desember 2015 19:15 Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Gildandi lög um fóstureyðingar eru frá árinu 1975, en samkvæmt þeim eru konur enn formlega í þeirri stöðu, vilji þær enda meðgöngu sína, að tveir óskyldir aðilar, tveir læknar, eða læknir og félagsráðgjafi þurfi að samþykkja beiðni þeirra um fóstureyðingu.„Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun,“ segir Silja.Fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn birtu fyrr í vikunni grein í Læknablaðinu þar sem fram kemur að tími sé til kominn að huga að endurmati á fóstureyðingarlögum á Íslandi, og láta þannig þau sjónarmið sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna ráða för. Undir það tekur Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem nýlega gaf út bók sem byggir á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingar hér á landi. „Við erum með dæmi frá konum sem að tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli. Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun. Ég hef líka hitt konu sem lýsir því að hún var hreinlega komin inn á deild og það átti að fara að framkvæma fóstureyðinguna þegar læknarnir skipta um skoðun og það er bakkað út úr. Ef að lögin eru svona þá er mjög auðvelt að skapa ástand þar sem konur ráða þessu ekki sjálfar, “ segir Silja Bára. Þetta sé úr takti við nútímasjónarmið. „Mér finnst þetta rangt. Þetta er eitt mikilvægasta skref í réttindabaráttu kvenna, aðgangur að öruggum fóstureyðingum. Að konur geti ekki ákveðið sjálfar hvort og hvenær þær eignast börn er hamlandi, það takmarkar þeirra sjálfsákvörðunarrétt og skerðir þeirra lífsgæði,“ segir Silja Bára. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Gildandi lög um fóstureyðingar eru frá árinu 1975, en samkvæmt þeim eru konur enn formlega í þeirri stöðu, vilji þær enda meðgöngu sína, að tveir óskyldir aðilar, tveir læknar, eða læknir og félagsráðgjafi þurfi að samþykkja beiðni þeirra um fóstureyðingu.„Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun,“ segir Silja.Fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn birtu fyrr í vikunni grein í Læknablaðinu þar sem fram kemur að tími sé til kominn að huga að endurmati á fóstureyðingarlögum á Íslandi, og láta þannig þau sjónarmið sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna ráða för. Undir það tekur Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem nýlega gaf út bók sem byggir á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingar hér á landi. „Við erum með dæmi frá konum sem að tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli. Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun. Ég hef líka hitt konu sem lýsir því að hún var hreinlega komin inn á deild og það átti að fara að framkvæma fóstureyðinguna þegar læknarnir skipta um skoðun og það er bakkað út úr. Ef að lögin eru svona þá er mjög auðvelt að skapa ástand þar sem konur ráða þessu ekki sjálfar, “ segir Silja Bára. Þetta sé úr takti við nútímasjónarmið. „Mér finnst þetta rangt. Þetta er eitt mikilvægasta skref í réttindabaráttu kvenna, aðgangur að öruggum fóstureyðingum. Að konur geti ekki ákveðið sjálfar hvort og hvenær þær eignast börn er hamlandi, það takmarkar þeirra sjálfsákvörðunarrétt og skerðir þeirra lífsgæði,“ segir Silja Bára.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira