Pólitíska vinnan er eftir á Loftslagsráðstefnunni Svavar Hávarðsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Næstu þrjá daga reyna stjórnmálamenna að finna leið að loftslagssamningi. fréttablaðið/kjartan „Tilfinning mín fyrir gangi mála er góð. Nú hafa ráðamenn það hlutverk að fara yfir einstaka liði textans og reyna að ná samhljómi. Öll pólitíska vinnan er því eftir,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, um gang mála á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). „Samningstextinn er minna og minna þvælinn en hann var í Kaupmannahöfn. Það er allt annar andi yfir öllu hérna svo miðað sé við Kaupmannahafnarfundinn. Í kvöld [í gærkvöldi] verður gefin út fyrsta stöðuskýrslan um hvernig gengið hefur á fyrsta degi viðræðnanna um samningsdrögin,“ segir Hugi. Eins og fjölmiðlar um allan heim greindu frá um helgina liggja fyrir samningsdrög á tæplega 50 síðum – en stórar ákvarðanir á eftir að taka áður en hægt verður að tala um að loftslagssamningur, sem byggja skal á í framtíðinni, sé í höfn. Efasemdaraddir heyrast sem segja meðal annars að of mikið hafi verið skilið eftir fyrir ráðamenn að vinna sig í gegnum og of margar málamiðlanir verði niðurstaðan – og það útvatni samninginn um of. Ráðamenn hafa aðeins nokkra daga til stefnu, en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði á þá í gærmorgun um að ná samkomulagi um trúverðugan og sanngjarnan samning. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er í París. Hans tilfinning er sú að menn hafi af því áhyggjur að samningurinn muni ekki uppfylla væntingar, en „vonandi nægilega góður til að hægt sé að vinna með hann næstu ár og þétta leka“. Árni segir mikið rætt að atvinnulífið, fyrirtækin, fái skýr skilaboð um hvert skal stefnt. Eins séu málefni hafsins mikið til umræðu. Árni tekur til þess hversu afdráttarlaus Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í ræðu sinni við upphaf fundar um súrnun norðurhafa þegar hann sagði að loftslagsbreytingar væru að mynda skelfilegar aðstæður í hafinu – með hlýnun þess, hækkun sjávarborðs og vegna súrnunar. „Orð Gunnars Braga eru að mínu viti til marks um að nú fer um menn. Breytingar á sýrustigi sjávar eru meiri en síðastliðin 60 milljón ár. Ofboðslega hraðar breytingar. Vandinn er að Ísland hefur ekki skýra stefnu í loftslagsmálum,“ segir Árni og bætir við að sé þetta niðurstaða utanríkisráðherra knýi hún mjög á um að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir verndun hafsins. Loftslagsmál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
„Tilfinning mín fyrir gangi mála er góð. Nú hafa ráðamenn það hlutverk að fara yfir einstaka liði textans og reyna að ná samhljómi. Öll pólitíska vinnan er því eftir,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, um gang mála á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). „Samningstextinn er minna og minna þvælinn en hann var í Kaupmannahöfn. Það er allt annar andi yfir öllu hérna svo miðað sé við Kaupmannahafnarfundinn. Í kvöld [í gærkvöldi] verður gefin út fyrsta stöðuskýrslan um hvernig gengið hefur á fyrsta degi viðræðnanna um samningsdrögin,“ segir Hugi. Eins og fjölmiðlar um allan heim greindu frá um helgina liggja fyrir samningsdrög á tæplega 50 síðum – en stórar ákvarðanir á eftir að taka áður en hægt verður að tala um að loftslagssamningur, sem byggja skal á í framtíðinni, sé í höfn. Efasemdaraddir heyrast sem segja meðal annars að of mikið hafi verið skilið eftir fyrir ráðamenn að vinna sig í gegnum og of margar málamiðlanir verði niðurstaðan – og það útvatni samninginn um of. Ráðamenn hafa aðeins nokkra daga til stefnu, en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði á þá í gærmorgun um að ná samkomulagi um trúverðugan og sanngjarnan samning. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er í París. Hans tilfinning er sú að menn hafi af því áhyggjur að samningurinn muni ekki uppfylla væntingar, en „vonandi nægilega góður til að hægt sé að vinna með hann næstu ár og þétta leka“. Árni segir mikið rætt að atvinnulífið, fyrirtækin, fái skýr skilaboð um hvert skal stefnt. Eins séu málefni hafsins mikið til umræðu. Árni tekur til þess hversu afdráttarlaus Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í ræðu sinni við upphaf fundar um súrnun norðurhafa þegar hann sagði að loftslagsbreytingar væru að mynda skelfilegar aðstæður í hafinu – með hlýnun þess, hækkun sjávarborðs og vegna súrnunar. „Orð Gunnars Braga eru að mínu viti til marks um að nú fer um menn. Breytingar á sýrustigi sjávar eru meiri en síðastliðin 60 milljón ár. Ofboðslega hraðar breytingar. Vandinn er að Ísland hefur ekki skýra stefnu í loftslagsmálum,“ segir Árni og bætir við að sé þetta niðurstaða utanríkisráðherra knýi hún mjög á um að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir verndun hafsins.
Loftslagsmál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent