Erlent

Fjörutíu og tveir látnir eftir árekstur

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Áreksturinn varð nálægt Libourne borg.
Áreksturinn varð nálægt Libourne borg. Vísir/Googlemaps
Óttast er að fjörutíu og tveir hafi farist hið minnsta í gríðarlega hörðum árekstri í morgun nærri borginni Libourne í Gironde héraði í Frakklandi.

Átta lifðu áreksturinn af samkvæmt BBC. Þetta er mannskæðasta umferðarslys í Frakklandi í yfir þrjátíu ár.

Svo virðist sem flutningabíll hafi skollið framan á rútu og að þeir sem létust hafi flestir verið farþegar í rútunni. Ökumaður flutningabílsins er einnig látinn, en eldur kom upp í báðum ökutækjum við áreksturinn. Fólkið um borð í rútunni voru eldri borgarar á leið í frí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×