Segir fyrrum eiginmann rústa mannorði sínu með lygum Jakob Bjarnar skrifar 18. mars 2015 11:07 Bergljót Arnalds segir yfirlýsingu fyrrum manns síns, um að hún ljúgi upp á sig heimilisofbeldi, ekki standast neina skoðun. Steinar Hugi/getty Bergljót Arnalds rithöfundur mátti sæta býsna alvarlegum ásökunum af hálfu fyrrum eiginmanns síns, sem er lögmaður, í yfirlýsingu sem vakti mikla athygli í síðustu viku. Í samtali við Vísi segist hún nauðbeygð til að svara, bæði til að verja mannorð sitt en einnig vegna baráttunnar gegn heimilisofbeldi, sem hún telur hafa skaðast vegna yfirlýsingarinnar. Bergljót telur einsýnt að yfirlýsingin sé fyrst og fremst skrifuð til að eyðileggja mannorð sitt og koma í veg fyrir að hún tjái sig um ofbeldið með trúverðugum hætti. „Ég er því knúin til að sýna fram á lygina og rangfærslurnar í yfirlýsingu hans,“ segir Bergljót. Bergljót tjáði sig um heimilisofbeldi í ítarlegu viðtali við Stundina. Marta María tók upp þráðinn á mbl.is, ræddi stuttlega við Bergljótu um viðtalið. Fljótlega í kjölfarið birtist svo umrædd yfirlýsing þar sem meðal annars var fullyrt að ásakanir Bergljótar væru uppspuni frá rótum. Lögmaður mannsins, Helga Vala Helgadóttir, ritaði undir yfirlýsinguna sem er mjög afgerandi. Þar segir meðal annars: „Ásakanir Bergljótar um meint ofbeldi barnsföður voru teknar til ítarlegrar skoðunar í forsjármáli sem Bergljót fór af stað með í þeim tilgangi að fá fulla forsjá yfir barni þeirra. Dómarar, þ.m.t. sérfróðir sálfræðingar sem kallaðir voru til af réttinum, komust að þeirri niðurstöðu að engin gögn lægju fyrir um ætlaða ofbeldishegðun barnsföður hennar.“ Jafnframt kemur fram í yfirlýsingunni að maðurinn ætli ekki að tjá sig frekar í fjölmiðlum um málið. Bergljót segir þetta fjarri lagi. Þá segir hún Helgu Völu þriðja eða fjórða lögmann mannsins gegn sér. Henni virðist það vera með ráðum gert; að fá Helgu Völu, sem hefur látið til sín taka í kvenréttindabaráttu, til að rita undir yfirlýsinguna, en ekki þá lögmenn sem áður höfðu komið að málum hans. Helga Vala birtir meira að segja pistil á síðu lögmannsstofu sinnar þar sem hún vekur athygli á því hversu erfitt það geti reynst að kæra þá sem eru nákomnir sér. „Ég trúi ekki að hún hafi fengið að skoða öll gögn málsins áður en hún var fengin til að skrifa undir þetta.“ „Ég mun aldrei leggja á þig hendur aftur“Vísir hefur undir höndum gögn. Í tölvupósti frá manninum segir meðal annars: „Elsku Bergljót þó [nafngreindur sálfræðingur] sé ágætur er hann ekki eini lykillinn að sjálfsvinnu. Það er hægt að gera mikið þó hann sé ekki nærri. Ég hef hugsað mikið, iðrast meira og lagt mikið land undir fót til að ég missi aldrei stjórn á mér aftur.“ Hafði Bergljót ritað til hans: „[sálfræðingurinn] ráðlagði mér að hitta þig ekki í útlöndum að svo stöddu og satt best að segja er ég hrædd við þig eins og staðan er í dag. [...] En það erfiðasta af öllu er að tjasla sér saman eftir líkamsárás. Ég held að þú gerir þér ekki grein fyrir því hvað það þýðir að vera barinn. Að önnur manneskja vaði inná líkama manns og misþyrmi honum. Ég er búin að vera niðurbrotin og gráta mikið. Þetta braut sjálfstraustið mitt og traustið til þín.“ Þá segir maðurinn í öðrum tölvupóstsamskiptum: „Ég mun aldrei leggja á þig hendur aftur.“ Og enn öðrum: „Ég axla fulla ábyrgð á því sem ég gerði og er í meðferð út af því.“ Með öðrum orðum stangast þessi gögn á við það sem segir í yfirlýsingunni, að engin gögn séu til sem styðji mál Bergljótar. Bergljót rekur reyndar fleiri dæmi um þetta.Maðurinn leitaði sér meðferðarBergljót segir að á sínum tíma hafi maðurinn fallist á að leita sér meðferðar vegna ofbeldishneigðar sinnar hjá Körlum til ábyrðar, sem er sálfræðimeðferð fyrir karla sem beita konur ofbeldi. Þetta var í kjölfar eins ofbeldistilvikanna. „Ég tilkynnti ofbeldið til lögreglu og leitaði til Kvennaathvarfsins, en treysti mér í fyrstu ekki til að kæra eiginmann minn. Í dagbókarfærslu lögreglu dags. 29/11/2010 segir meðal annars: „Síðasta tilvikið átti sér stað 29. október sl. en þá hélt hann á tæplega ársgömlu barni þeirra er hann gekk í skrokk á henni. Hún segist hafa fallið í gólfið og hélt [X] áfram að berja hana. Bergljót segir að barnið hafi farið úr fangi pabba síns og í fang móður sinnar en [X] hélt barsmíðunum áfram þó hún héldi á barninu.“ Í áverkavottorði læknis sem gefið var út fjórum dögum eftir þetta ofbeldistilvik greinir læknir marblett á mér af stærðinni 10 x 10 sentímetrar og annan að stærð 5 x 2 sentímetrar. Læknir staðfesti við lögreglu að áverkarnir samræmist frásögn af atburðinum,“ segir Bergljót. Þá segir í yfirlýsingu mannsins að Bergljót hafi tapað öllum málum. Þetta segir Bergljót einnig rangt. „Maðurinn vann ekkert mál. Við óskuðum bæði eftir fullri forsjá en hún var dæmd sameiginleg, bæði óskuðum við eftir lögheimili barnsins en það var dæmt til mín. Þá fór maðurinn í svokallað brottnámsmál gegn mér þegar ég fór á námskeið í Kaupmannahöfn og var því máli vísað frá enda ekki fótur fyrir því. Ofbeldismálið fór aldrei fyrir dóm.“Alvarlegar ásakanir Bergljót segir ásakanir mannsins, þess efnis að hún fari með rangt mál, afar alvarlegar. „Ef ég væri fundin sek um þennan glæp þá má dæma mig í fangelsi allt að 16 ár. Það væri því mjög alvarlegt ef yfirlýsing hans væri sönn. Nú er ég með mörg gögn, eins og áður segir, sem styðja mitt mál um ofbeldið, þar á meðal tölvupósta þar sem hann viðurkennir þetta sjálfur, áverkavottorð, gögn frá Kvennaathvarfi, lögreglu og fleira. Það er með ólíkindum að hann, í skjóli nafnleyndar, segi alþjóð að ég ljúgi,“ segir Bergljót. Bergljót segir ekki auðvelt að ræða þessi mál og það fer ekkert á milli mála, þegar hún rekur málsatvik fyrir blaðamanni; og hún hafi sannarlega engan áhuga á að standa í persónulegum átökum opinberlega og síst um svo viðkvæm mál. Sér sé hins vegar mjög í mun að rétta sinn hlut, bæði þá því sem snýr að mannorði hennar en ekki síður það að henni er umhugað um málaflokkinn sem slíkan. Það þurfi að setja sérstök lög um heimilisofbeldi en í dag, árið 2015, séu engin slík lög til. „Eins þarf að taka tillit til þess, við ákvörðun fyrningar svona brota, að það er erfitt og tekur oft langan tíma að taka þá ákvörðun að kæra manneskju sem maður elskar. Í þriðja lagi tel ég börnum ekki fyrir bestu að dæmd sé sameiginleg forsjá nema báðir foreldrar séu því samþykkir, og allra síst ef ofbeldi hefur verið beitt af hálfu maka,“ segir Bergljót og bætir því við að það þurfi að setja í lög að það teljist ofbeldi gegn barni að það þurfi að horfa upp á ástvini sína barða eða misþyrmt. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Bergljót Arnalds rithöfundur mátti sæta býsna alvarlegum ásökunum af hálfu fyrrum eiginmanns síns, sem er lögmaður, í yfirlýsingu sem vakti mikla athygli í síðustu viku. Í samtali við Vísi segist hún nauðbeygð til að svara, bæði til að verja mannorð sitt en einnig vegna baráttunnar gegn heimilisofbeldi, sem hún telur hafa skaðast vegna yfirlýsingarinnar. Bergljót telur einsýnt að yfirlýsingin sé fyrst og fremst skrifuð til að eyðileggja mannorð sitt og koma í veg fyrir að hún tjái sig um ofbeldið með trúverðugum hætti. „Ég er því knúin til að sýna fram á lygina og rangfærslurnar í yfirlýsingu hans,“ segir Bergljót. Bergljót tjáði sig um heimilisofbeldi í ítarlegu viðtali við Stundina. Marta María tók upp þráðinn á mbl.is, ræddi stuttlega við Bergljótu um viðtalið. Fljótlega í kjölfarið birtist svo umrædd yfirlýsing þar sem meðal annars var fullyrt að ásakanir Bergljótar væru uppspuni frá rótum. Lögmaður mannsins, Helga Vala Helgadóttir, ritaði undir yfirlýsinguna sem er mjög afgerandi. Þar segir meðal annars: „Ásakanir Bergljótar um meint ofbeldi barnsföður voru teknar til ítarlegrar skoðunar í forsjármáli sem Bergljót fór af stað með í þeim tilgangi að fá fulla forsjá yfir barni þeirra. Dómarar, þ.m.t. sérfróðir sálfræðingar sem kallaðir voru til af réttinum, komust að þeirri niðurstöðu að engin gögn lægju fyrir um ætlaða ofbeldishegðun barnsföður hennar.“ Jafnframt kemur fram í yfirlýsingunni að maðurinn ætli ekki að tjá sig frekar í fjölmiðlum um málið. Bergljót segir þetta fjarri lagi. Þá segir hún Helgu Völu þriðja eða fjórða lögmann mannsins gegn sér. Henni virðist það vera með ráðum gert; að fá Helgu Völu, sem hefur látið til sín taka í kvenréttindabaráttu, til að rita undir yfirlýsinguna, en ekki þá lögmenn sem áður höfðu komið að málum hans. Helga Vala birtir meira að segja pistil á síðu lögmannsstofu sinnar þar sem hún vekur athygli á því hversu erfitt það geti reynst að kæra þá sem eru nákomnir sér. „Ég trúi ekki að hún hafi fengið að skoða öll gögn málsins áður en hún var fengin til að skrifa undir þetta.“ „Ég mun aldrei leggja á þig hendur aftur“Vísir hefur undir höndum gögn. Í tölvupósti frá manninum segir meðal annars: „Elsku Bergljót þó [nafngreindur sálfræðingur] sé ágætur er hann ekki eini lykillinn að sjálfsvinnu. Það er hægt að gera mikið þó hann sé ekki nærri. Ég hef hugsað mikið, iðrast meira og lagt mikið land undir fót til að ég missi aldrei stjórn á mér aftur.“ Hafði Bergljót ritað til hans: „[sálfræðingurinn] ráðlagði mér að hitta þig ekki í útlöndum að svo stöddu og satt best að segja er ég hrædd við þig eins og staðan er í dag. [...] En það erfiðasta af öllu er að tjasla sér saman eftir líkamsárás. Ég held að þú gerir þér ekki grein fyrir því hvað það þýðir að vera barinn. Að önnur manneskja vaði inná líkama manns og misþyrmi honum. Ég er búin að vera niðurbrotin og gráta mikið. Þetta braut sjálfstraustið mitt og traustið til þín.“ Þá segir maðurinn í öðrum tölvupóstsamskiptum: „Ég mun aldrei leggja á þig hendur aftur.“ Og enn öðrum: „Ég axla fulla ábyrgð á því sem ég gerði og er í meðferð út af því.“ Með öðrum orðum stangast þessi gögn á við það sem segir í yfirlýsingunni, að engin gögn séu til sem styðji mál Bergljótar. Bergljót rekur reyndar fleiri dæmi um þetta.Maðurinn leitaði sér meðferðarBergljót segir að á sínum tíma hafi maðurinn fallist á að leita sér meðferðar vegna ofbeldishneigðar sinnar hjá Körlum til ábyrðar, sem er sálfræðimeðferð fyrir karla sem beita konur ofbeldi. Þetta var í kjölfar eins ofbeldistilvikanna. „Ég tilkynnti ofbeldið til lögreglu og leitaði til Kvennaathvarfsins, en treysti mér í fyrstu ekki til að kæra eiginmann minn. Í dagbókarfærslu lögreglu dags. 29/11/2010 segir meðal annars: „Síðasta tilvikið átti sér stað 29. október sl. en þá hélt hann á tæplega ársgömlu barni þeirra er hann gekk í skrokk á henni. Hún segist hafa fallið í gólfið og hélt [X] áfram að berja hana. Bergljót segir að barnið hafi farið úr fangi pabba síns og í fang móður sinnar en [X] hélt barsmíðunum áfram þó hún héldi á barninu.“ Í áverkavottorði læknis sem gefið var út fjórum dögum eftir þetta ofbeldistilvik greinir læknir marblett á mér af stærðinni 10 x 10 sentímetrar og annan að stærð 5 x 2 sentímetrar. Læknir staðfesti við lögreglu að áverkarnir samræmist frásögn af atburðinum,“ segir Bergljót. Þá segir í yfirlýsingu mannsins að Bergljót hafi tapað öllum málum. Þetta segir Bergljót einnig rangt. „Maðurinn vann ekkert mál. Við óskuðum bæði eftir fullri forsjá en hún var dæmd sameiginleg, bæði óskuðum við eftir lögheimili barnsins en það var dæmt til mín. Þá fór maðurinn í svokallað brottnámsmál gegn mér þegar ég fór á námskeið í Kaupmannahöfn og var því máli vísað frá enda ekki fótur fyrir því. Ofbeldismálið fór aldrei fyrir dóm.“Alvarlegar ásakanir Bergljót segir ásakanir mannsins, þess efnis að hún fari með rangt mál, afar alvarlegar. „Ef ég væri fundin sek um þennan glæp þá má dæma mig í fangelsi allt að 16 ár. Það væri því mjög alvarlegt ef yfirlýsing hans væri sönn. Nú er ég með mörg gögn, eins og áður segir, sem styðja mitt mál um ofbeldið, þar á meðal tölvupósta þar sem hann viðurkennir þetta sjálfur, áverkavottorð, gögn frá Kvennaathvarfi, lögreglu og fleira. Það er með ólíkindum að hann, í skjóli nafnleyndar, segi alþjóð að ég ljúgi,“ segir Bergljót. Bergljót segir ekki auðvelt að ræða þessi mál og það fer ekkert á milli mála, þegar hún rekur málsatvik fyrir blaðamanni; og hún hafi sannarlega engan áhuga á að standa í persónulegum átökum opinberlega og síst um svo viðkvæm mál. Sér sé hins vegar mjög í mun að rétta sinn hlut, bæði þá því sem snýr að mannorði hennar en ekki síður það að henni er umhugað um málaflokkinn sem slíkan. Það þurfi að setja sérstök lög um heimilisofbeldi en í dag, árið 2015, séu engin slík lög til. „Eins þarf að taka tillit til þess, við ákvörðun fyrningar svona brota, að það er erfitt og tekur oft langan tíma að taka þá ákvörðun að kæra manneskju sem maður elskar. Í þriðja lagi tel ég börnum ekki fyrir bestu að dæmd sé sameiginleg forsjá nema báðir foreldrar séu því samþykkir, og allra síst ef ofbeldi hefur verið beitt af hálfu maka,“ segir Bergljót og bætir því við að það þurfi að setja í lög að það teljist ofbeldi gegn barni að það þurfi að horfa upp á ástvini sína barða eða misþyrmt.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira