Juventus vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-1, og því öruggan 5-1 samanlagðan sigur. Alvaro Morata skoraði einnig fyrir Ítalíumeistarana í kvöld en áðurnefndur Tevez lagði upp markið fyrir hann.
Juventus er eina ítalska liðið í 8-liða úrslitunum en eftir tap Dortmund í kvöld var ljóst að Bayern München var eina þýska liðið sem komst áfram. Dregið verður í fjórðungsúrslitin á föstudag.