Heilbrigðisráðherra þekkir ekki hvort óskað hafi verið eftir áliti Landspítalans Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 15. júní 2015 22:04 „Þetta er auðvitað mjög þung staða” sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í Umræðunni í kvöld um uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landsspítalanum. Einn hjúkrunarfræðingur sem rætt var við í þættinum var með uppsagnarbréf í vasanum og aðrir lýstu mjög erfiðu ástandi. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar á spítalanum kallaði eftir því að spítalinn fengi aðkomu að því að leysa deiluna og kvaðst sjá margar leiðir til lausna. Hingað til hafi ekki verið leitað til spítalans eftir áliti. Kristján Þór sagðist ekki þekkja hver aðkoma spítalans hefði verið í þessum kjaraviðræðum, en að í læknadeilunni hefði fulltrúi spítalans komið að lausn mála. Aðspurður sagði Kristján spítalann geta staðið undir hlutverki sínu með þá fjármuni sem honum væru skammtaðir og að í fjárlögum undanfarinna ára hefði verið forgangsraðað í þágu heilbrigðismála. Hann sagði einfaldlega of mikið hafa borið á milli deiluaðila til að samningar gætu nást. „Ég mat það svo alla tíð að það væri flötur á samningum [...] en svo sjáum við það endurtekið gerast að samingarnefndir séu kallaðar saman og svo koðnar þetta allt niður og þar með er slegið á væntingar fólks.“ Kristján bætti við: „Síðasti fundur var þannig að bilið var breikkað frekar en að það dregist saman.” Þannig hafi lagasetningin verið leið til að breyta stöðunni. Sigríður sagði að starfsemi Landsspítalans hafi dregist verulega saman á meðan á verkföllum hefur staðið. Nú verði spítalinn og starfsfólk hans að takast á við stóran uppsafnaðan vanda, sem enginn annar geti leyst. „Ég fagna því að Kristján tali þannig að stjórnvöld ætli að koma að því,” sagði Sigríður Gunnarsdóttir. Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög þung staða” sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í Umræðunni í kvöld um uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landsspítalanum. Einn hjúkrunarfræðingur sem rætt var við í þættinum var með uppsagnarbréf í vasanum og aðrir lýstu mjög erfiðu ástandi. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar á spítalanum kallaði eftir því að spítalinn fengi aðkomu að því að leysa deiluna og kvaðst sjá margar leiðir til lausna. Hingað til hafi ekki verið leitað til spítalans eftir áliti. Kristján Þór sagðist ekki þekkja hver aðkoma spítalans hefði verið í þessum kjaraviðræðum, en að í læknadeilunni hefði fulltrúi spítalans komið að lausn mála. Aðspurður sagði Kristján spítalann geta staðið undir hlutverki sínu með þá fjármuni sem honum væru skammtaðir og að í fjárlögum undanfarinna ára hefði verið forgangsraðað í þágu heilbrigðismála. Hann sagði einfaldlega of mikið hafa borið á milli deiluaðila til að samningar gætu nást. „Ég mat það svo alla tíð að það væri flötur á samningum [...] en svo sjáum við það endurtekið gerast að samingarnefndir séu kallaðar saman og svo koðnar þetta allt niður og þar með er slegið á væntingar fólks.“ Kristján bætti við: „Síðasti fundur var þannig að bilið var breikkað frekar en að það dregist saman.” Þannig hafi lagasetningin verið leið til að breyta stöðunni. Sigríður sagði að starfsemi Landsspítalans hafi dregist verulega saman á meðan á verkföllum hefur staðið. Nú verði spítalinn og starfsfólk hans að takast á við stóran uppsafnaðan vanda, sem enginn annar geti leyst. „Ég fagna því að Kristján tali þannig að stjórnvöld ætli að koma að því,” sagði Sigríður Gunnarsdóttir.
Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira