Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit Bjarki Ármannsson skrifar 23. febrúar 2015 19:54 Bílar ferðamannanna voru ansi illa leiknir eftir ofsaveðrið. Myndir/Jónína G. Aradóttir „Ég er fædd og uppalin hér í Öræfasveitinni, þannig að maður hefur alveg upplifað svona veður. En núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið.“ Þetta segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli, en hún stóð vaktina á hótelinu í gær ásamt öðrum og tók á móti ferðamönnum sem höfðu farið illa út úr ofsaveðrinu sem herjaði á Suðurland. Björgunarsveitir þurftu að hjálpa fólki úr um það bil tíu bílum eftir að rúður þeirra brotnuðu í steinafoki. „Björgunarsveitirnar komu fólkinu bara úr og skildu bara bílana eftir,“ segir Jónína. „Svo byrjuðu þeir að koma með þá upp á hótel í morgun.“ Snarvitlaust veður var í Öræfasveitinni í gær og var starfsfólk hótelsins búið að vísa öllum frá sem áttu að koma þangað vegna veðursins. Jónína og samstarfsmenn hennar þurftu þó að taka á móti mörgum ferðamönnum, flestum erlendum, sem höfðu greinilega ekki gert sér grein fyrir því hversu slæmar aðstæður yrðu. Hún segir að fólkið hafi mögulega verið á leið á gististaði þar sem gestir eru ekki í beinu sambandi við starfsfólk.Sjá einnig: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjóBjörgunarsveitarmenn plasta fyrir gluggana á bílunum í morgun.Mynd/Jónína G. Aradóttir „Við héldum okkur alltaf bara heima þegar það var svona veður og þá var þetta ekkert að rata í fréttirnar og svona,“ segir Jónína. „En núna er komið svo mikið af fólki sem náttúrulega veit ekki betur. Og þetta er ömurlegt fyrir það, þetta er náttúrulega bara tjón sem það þarf að borga sjálft.“ Margir höfðu lent í því að báðar rúðurnar öðrum megin brotnuðu alveg. Að minnsta kosti einn ökumaður reyndi að snúa við þegar rúðurnar fóru öðrum megin til að koma í veg fyrir að það snjóaði inn í bílinn. Um leið og hann sneri við, brotnuðu hins vegar báðar rúðurnar á hinni hlið bílsins. Jónína segir að fólkið sem leitaði skjóls á hótelinu hafi verið í uppnámi og nokkrir jafnvel grátandi. „Við vorum að taka á móti fólkinu, gefa þeim að borða og vísa þeim í herbergi,“ segir hún. „Við reyndum líka að veita því áfallahjálp eins og við gátum, gefa þeim teppi og súpu og tala við það.“ Hún bendir á að aðstæður verði nokkrum sinnum á ári svona slæmar í sveitinni. „Það þarf bara að koma upp einhverju prógrammi þannig að túristar geti séð hvernig veðrið er. Þannig að þetta endurtaki sig ekki aftur og aftur.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vitlaust veður í Vestmannaeyjum Lögreglan ráðleggur fólki að halda sig innandyra. 22. febrúar 2015 10:35 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Myndband: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjó Vindhraði náði mest um 45 metrum á sekúndu. 22. febrúar 2015 23:30 Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu ljósmynd. 22. febrúar 2015 17:14 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
„Ég er fædd og uppalin hér í Öræfasveitinni, þannig að maður hefur alveg upplifað svona veður. En núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið.“ Þetta segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli, en hún stóð vaktina á hótelinu í gær ásamt öðrum og tók á móti ferðamönnum sem höfðu farið illa út úr ofsaveðrinu sem herjaði á Suðurland. Björgunarsveitir þurftu að hjálpa fólki úr um það bil tíu bílum eftir að rúður þeirra brotnuðu í steinafoki. „Björgunarsveitirnar komu fólkinu bara úr og skildu bara bílana eftir,“ segir Jónína. „Svo byrjuðu þeir að koma með þá upp á hótel í morgun.“ Snarvitlaust veður var í Öræfasveitinni í gær og var starfsfólk hótelsins búið að vísa öllum frá sem áttu að koma þangað vegna veðursins. Jónína og samstarfsmenn hennar þurftu þó að taka á móti mörgum ferðamönnum, flestum erlendum, sem höfðu greinilega ekki gert sér grein fyrir því hversu slæmar aðstæður yrðu. Hún segir að fólkið hafi mögulega verið á leið á gististaði þar sem gestir eru ekki í beinu sambandi við starfsfólk.Sjá einnig: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjóBjörgunarsveitarmenn plasta fyrir gluggana á bílunum í morgun.Mynd/Jónína G. Aradóttir „Við héldum okkur alltaf bara heima þegar það var svona veður og þá var þetta ekkert að rata í fréttirnar og svona,“ segir Jónína. „En núna er komið svo mikið af fólki sem náttúrulega veit ekki betur. Og þetta er ömurlegt fyrir það, þetta er náttúrulega bara tjón sem það þarf að borga sjálft.“ Margir höfðu lent í því að báðar rúðurnar öðrum megin brotnuðu alveg. Að minnsta kosti einn ökumaður reyndi að snúa við þegar rúðurnar fóru öðrum megin til að koma í veg fyrir að það snjóaði inn í bílinn. Um leið og hann sneri við, brotnuðu hins vegar báðar rúðurnar á hinni hlið bílsins. Jónína segir að fólkið sem leitaði skjóls á hótelinu hafi verið í uppnámi og nokkrir jafnvel grátandi. „Við vorum að taka á móti fólkinu, gefa þeim að borða og vísa þeim í herbergi,“ segir hún. „Við reyndum líka að veita því áfallahjálp eins og við gátum, gefa þeim teppi og súpu og tala við það.“ Hún bendir á að aðstæður verði nokkrum sinnum á ári svona slæmar í sveitinni. „Það þarf bara að koma upp einhverju prógrammi þannig að túristar geti séð hvernig veðrið er. Þannig að þetta endurtaki sig ekki aftur og aftur.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vitlaust veður í Vestmannaeyjum Lögreglan ráðleggur fólki að halda sig innandyra. 22. febrúar 2015 10:35 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Myndband: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjó Vindhraði náði mest um 45 metrum á sekúndu. 22. febrúar 2015 23:30 Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu ljósmynd. 22. febrúar 2015 17:14 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Vitlaust veður í Vestmannaeyjum Lögreglan ráðleggur fólki að halda sig innandyra. 22. febrúar 2015 10:35
Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57
Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48
Myndband: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjó Vindhraði náði mest um 45 metrum á sekúndu. 22. febrúar 2015 23:30
Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu ljósmynd. 22. febrúar 2015 17:14