„Það var mjög slæmt í dag,“ segir Halldór B. Nellett, skipherra á Þór. „Við sáum vindhraðamælinn fara mest í níutíu hnúta, sem eru svona um 45 metrar á sekúndu.“
Þór var staddur suður af landi að fylgja eftir loðnuflotanum en eins og sést á meðfylgjandi myndbandi var ekkert veður til veiða í dag. Öldugangurinn virðist nokkuð ógnvekjandi en Halldór segir skipverja ekki hafa kippt sér mikið upp við hann.
„Maður er nú búinn að sjá ýmislegt,“ segir hann. „Við erum öllu vanir og við erum á svo góðu skipi sem fer vel með okkur.“