Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2015 15:32 Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum. Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra í síðustu viku á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Drögin voru lögð fram í fyrstu nefnd Allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna sem fer með öryggis- og afvopnunarmál.Í drögunum er farið fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt á þeim grundvelli að það sé siðferðislega ótækt að beita slíkum vopnum. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. 26 af þeim ríkjum sem kusu gegn ályktuninni eða sátu hjá gáfu út yfirlýsingu fyrir atkvæðagreiðsluna þar sem afstaða þeirra var útskýrð. Þar segir að þau séu fylgjandi því markmiði að útrýma kjarnorkuvopnum en ályktunardrög þessi séu til þess fallin að skapa sundrung í alþjóðasamfélaginu hvað varðar eyðingu kjarnorkuvopna. Mikilvægt sé að skapa umræðuvettvang þar sem öll sjónarmið varðandi kjarnorkuvopn og útrýmingu þeirra séu virt. Fréttastofa sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna þess máls í gærkvöldi en hefur ekki fengið svar. Að sögn Urðar Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúa er þetta til skoðunar innan ráðuneytisins. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra í síðustu viku á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Drögin voru lögð fram í fyrstu nefnd Allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna sem fer með öryggis- og afvopnunarmál.Í drögunum er farið fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt á þeim grundvelli að það sé siðferðislega ótækt að beita slíkum vopnum. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. 26 af þeim ríkjum sem kusu gegn ályktuninni eða sátu hjá gáfu út yfirlýsingu fyrir atkvæðagreiðsluna þar sem afstaða þeirra var útskýrð. Þar segir að þau séu fylgjandi því markmiði að útrýma kjarnorkuvopnum en ályktunardrög þessi séu til þess fallin að skapa sundrung í alþjóðasamfélaginu hvað varðar eyðingu kjarnorkuvopna. Mikilvægt sé að skapa umræðuvettvang þar sem öll sjónarmið varðandi kjarnorkuvopn og útrýmingu þeirra séu virt. Fréttastofa sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna þess máls í gærkvöldi en hefur ekki fengið svar. Að sögn Urðar Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúa er þetta til skoðunar innan ráðuneytisins.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira