Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2015 15:32 Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum. Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra í síðustu viku á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Drögin voru lögð fram í fyrstu nefnd Allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna sem fer með öryggis- og afvopnunarmál.Í drögunum er farið fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt á þeim grundvelli að það sé siðferðislega ótækt að beita slíkum vopnum. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. 26 af þeim ríkjum sem kusu gegn ályktuninni eða sátu hjá gáfu út yfirlýsingu fyrir atkvæðagreiðsluna þar sem afstaða þeirra var útskýrð. Þar segir að þau séu fylgjandi því markmiði að útrýma kjarnorkuvopnum en ályktunardrög þessi séu til þess fallin að skapa sundrung í alþjóðasamfélaginu hvað varðar eyðingu kjarnorkuvopna. Mikilvægt sé að skapa umræðuvettvang þar sem öll sjónarmið varðandi kjarnorkuvopn og útrýmingu þeirra séu virt. Fréttastofa sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna þess máls í gærkvöldi en hefur ekki fengið svar. Að sögn Urðar Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúa er þetta til skoðunar innan ráðuneytisins. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra í síðustu viku á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Drögin voru lögð fram í fyrstu nefnd Allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna sem fer með öryggis- og afvopnunarmál.Í drögunum er farið fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt á þeim grundvelli að það sé siðferðislega ótækt að beita slíkum vopnum. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. 26 af þeim ríkjum sem kusu gegn ályktuninni eða sátu hjá gáfu út yfirlýsingu fyrir atkvæðagreiðsluna þar sem afstaða þeirra var útskýrð. Þar segir að þau séu fylgjandi því markmiði að útrýma kjarnorkuvopnum en ályktunardrög þessi séu til þess fallin að skapa sundrung í alþjóðasamfélaginu hvað varðar eyðingu kjarnorkuvopna. Mikilvægt sé að skapa umræðuvettvang þar sem öll sjónarmið varðandi kjarnorkuvopn og útrýmingu þeirra séu virt. Fréttastofa sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna þess máls í gærkvöldi en hefur ekki fengið svar. Að sögn Urðar Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúa er þetta til skoðunar innan ráðuneytisins.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira