Barack Obama heitir Frökkum stuðningi Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2015 23:09 Obama heitir Frökkum öllum stuðningi hugsanlegum. Nýjustu fréttir herma að skotið hafi verið á gísla og þeir drepnir í tónleikahöll í París. Barack Obama forseti Bandaríkjanna flutti nú fyrir skömmu ávarp þar sem hann hét Frökkum stuðningi. Efnislega sagði hann að árásirnar í París væru enn eitt dæmið um það þegar óbreyttum borgurum væri ógnað og Bandaríkjamenn þekktu það. Samkvæmt CNN eru nú að minnsta kosti 60 manns látnir í árásum í París, þetta virðast skipulagðar árásir. Gíslum er nú haldið í tónleikahöll þar sem bandaríska hljómsveitin Eagles of Death voru með tónleika. Á CNN er nú verið að ræða við vitni sem segist hafa séð látið fólk þar á vettvangi, um tuttugu sem voru látnir og aðrir alvarlega slasaðir. Árásarmennirnir voru ekki með grímur, vitnið sá einn þeirra og hann var mjög ungur, rúmlega tvítugur með Kalsnikoff-riffil, mennirnir voru þrír eða fjórir. Þeir skutu þögulir á fólkið. En, aftur að orðum Obama sem sagði þetta ekki aðeins árás á Frakkland heldur árás á allan hinn vestræna heim. Bandaríkin heita allri aðstoð sem vinaþjóð þeirra Frakkar óska, sagði Obama. Bandaríkjaforseti sagði jafnframt að þeir sem stæðu í þeirri meiningu að þeir gætu ógnað Frökkum og rústað þeim gildum sem Frakkkar standa fyrir, þeir hafa á röngu að standa. Obama lofaði öllum stuðningi hugsanlegum og Bandaríkjamenn væru nú að vinna með Frökkum, sem og öðrum þjóðum heims með það fyrir augum að ná ódæðismönnunum og sækja þá til saka. „Ástandið er enn í járnum. Og það á eftir að koma betur í ljós hver ber ábyrgð og ég vil ekki vera með vangaveltur þar um fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir. En, þetta eru skelfilegir atburðir og við sendum Frökkum og þeim sem eiga nú um sárt að binda samúðarkveðjur“ sagði Obama. Bandaríkin Frakkland Hryðjuverk í París Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna flutti nú fyrir skömmu ávarp þar sem hann hét Frökkum stuðningi. Efnislega sagði hann að árásirnar í París væru enn eitt dæmið um það þegar óbreyttum borgurum væri ógnað og Bandaríkjamenn þekktu það. Samkvæmt CNN eru nú að minnsta kosti 60 manns látnir í árásum í París, þetta virðast skipulagðar árásir. Gíslum er nú haldið í tónleikahöll þar sem bandaríska hljómsveitin Eagles of Death voru með tónleika. Á CNN er nú verið að ræða við vitni sem segist hafa séð látið fólk þar á vettvangi, um tuttugu sem voru látnir og aðrir alvarlega slasaðir. Árásarmennirnir voru ekki með grímur, vitnið sá einn þeirra og hann var mjög ungur, rúmlega tvítugur með Kalsnikoff-riffil, mennirnir voru þrír eða fjórir. Þeir skutu þögulir á fólkið. En, aftur að orðum Obama sem sagði þetta ekki aðeins árás á Frakkland heldur árás á allan hinn vestræna heim. Bandaríkin heita allri aðstoð sem vinaþjóð þeirra Frakkar óska, sagði Obama. Bandaríkjaforseti sagði jafnframt að þeir sem stæðu í þeirri meiningu að þeir gætu ógnað Frökkum og rústað þeim gildum sem Frakkkar standa fyrir, þeir hafa á röngu að standa. Obama lofaði öllum stuðningi hugsanlegum og Bandaríkjamenn væru nú að vinna með Frökkum, sem og öðrum þjóðum heims með það fyrir augum að ná ódæðismönnunum og sækja þá til saka. „Ástandið er enn í járnum. Og það á eftir að koma betur í ljós hver ber ábyrgð og ég vil ekki vera með vangaveltur þar um fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir. En, þetta eru skelfilegir atburðir og við sendum Frökkum og þeim sem eiga nú um sárt að binda samúðarkveðjur“ sagði Obama.
Bandaríkin Frakkland Hryðjuverk í París Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira