Vilja að verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. október 2015 09:00 Ástæða kröfu lögreglu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er sú að verjendur hafi brotið gegn fjölmiðlabanni. vísir/valli Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru verjendur tveggja Íslendinga sem sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi á tugum kílóa sterkra fíkniefna sem fundust í bíl sem kom hingað til lands með Norrænu 22. september. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín. Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir síðarnefndu komu með efnin til landsins. Ástæða kröfu lögreglunnar er sú að umræddir verjendur eiga að hafa brotið gegn fjölmiðlabanni sem skjólstæðingum þeirra var gert að sæta á gæsluvarðhaldstíma. Annar verjendanna með því að tjá sig í fjölmiðlum um afstöðu kærða til sakarefnisins en haft var eftir honum í frétt Fréttablaðsins á dögunum að skjólstæðingur hans lýsti yfir sakleysi sínu. Lögreglan telur að með því hafi hann brotið gegn lögum um meðferð sakamála þar sem skjólstæðingur hans er í fjölmiðlabanni. Ástæða kröfunnar gegn hinum verjandanum er grunur um að hann hafi borið fjölmiðlaumfjallanir undir kærða í málinu. Það á hann að hafa gert með því að hafa haft útprentanir af fréttum af málinu með sér við fyrirtöku gæsluvarðhaldskröfu gegn skjólstæðingi sínum sem hann gæti hafa séð. Lögmaðurinn segist hafa haft þær með sér til stuðnings kröfu kærða um að gæsluvarðhaldskröfunni skyldi hafnað. Meðal annars byggðist gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar á því að sá grunaði gæti haft samband við meinta samverkamenn. Málið var flutt munnlega í gær og var kröfum lögreglunnar harðlega mótmælt. Úrskurður verður kveðinn upp eftir helgi. Þá kemur í ljós hvort skipa þurfi nýja verjendur í málinu. Tengdar fréttir Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00 Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru verjendur tveggja Íslendinga sem sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi á tugum kílóa sterkra fíkniefna sem fundust í bíl sem kom hingað til lands með Norrænu 22. september. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín. Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir síðarnefndu komu með efnin til landsins. Ástæða kröfu lögreglunnar er sú að umræddir verjendur eiga að hafa brotið gegn fjölmiðlabanni sem skjólstæðingum þeirra var gert að sæta á gæsluvarðhaldstíma. Annar verjendanna með því að tjá sig í fjölmiðlum um afstöðu kærða til sakarefnisins en haft var eftir honum í frétt Fréttablaðsins á dögunum að skjólstæðingur hans lýsti yfir sakleysi sínu. Lögreglan telur að með því hafi hann brotið gegn lögum um meðferð sakamála þar sem skjólstæðingur hans er í fjölmiðlabanni. Ástæða kröfunnar gegn hinum verjandanum er grunur um að hann hafi borið fjölmiðlaumfjallanir undir kærða í málinu. Það á hann að hafa gert með því að hafa haft útprentanir af fréttum af málinu með sér við fyrirtöku gæsluvarðhaldskröfu gegn skjólstæðingi sínum sem hann gæti hafa séð. Lögmaðurinn segist hafa haft þær með sér til stuðnings kröfu kærða um að gæsluvarðhaldskröfunni skyldi hafnað. Meðal annars byggðist gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar á því að sá grunaði gæti haft samband við meinta samverkamenn. Málið var flutt munnlega í gær og var kröfum lögreglunnar harðlega mótmælt. Úrskurður verður kveðinn upp eftir helgi. Þá kemur í ljós hvort skipa þurfi nýja verjendur í málinu.
Tengdar fréttir Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00 Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00
Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. 5. október 2015 07:00