Vilja að verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. október 2015 09:00 Ástæða kröfu lögreglu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er sú að verjendur hafi brotið gegn fjölmiðlabanni. vísir/valli Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru verjendur tveggja Íslendinga sem sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi á tugum kílóa sterkra fíkniefna sem fundust í bíl sem kom hingað til lands með Norrænu 22. september. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín. Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir síðarnefndu komu með efnin til landsins. Ástæða kröfu lögreglunnar er sú að umræddir verjendur eiga að hafa brotið gegn fjölmiðlabanni sem skjólstæðingum þeirra var gert að sæta á gæsluvarðhaldstíma. Annar verjendanna með því að tjá sig í fjölmiðlum um afstöðu kærða til sakarefnisins en haft var eftir honum í frétt Fréttablaðsins á dögunum að skjólstæðingur hans lýsti yfir sakleysi sínu. Lögreglan telur að með því hafi hann brotið gegn lögum um meðferð sakamála þar sem skjólstæðingur hans er í fjölmiðlabanni. Ástæða kröfunnar gegn hinum verjandanum er grunur um að hann hafi borið fjölmiðlaumfjallanir undir kærða í málinu. Það á hann að hafa gert með því að hafa haft útprentanir af fréttum af málinu með sér við fyrirtöku gæsluvarðhaldskröfu gegn skjólstæðingi sínum sem hann gæti hafa séð. Lögmaðurinn segist hafa haft þær með sér til stuðnings kröfu kærða um að gæsluvarðhaldskröfunni skyldi hafnað. Meðal annars byggðist gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar á því að sá grunaði gæti haft samband við meinta samverkamenn. Málið var flutt munnlega í gær og var kröfum lögreglunnar harðlega mótmælt. Úrskurður verður kveðinn upp eftir helgi. Þá kemur í ljós hvort skipa þurfi nýja verjendur í málinu. Tengdar fréttir Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00 Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru verjendur tveggja Íslendinga sem sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi á tugum kílóa sterkra fíkniefna sem fundust í bíl sem kom hingað til lands með Norrænu 22. september. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín. Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir síðarnefndu komu með efnin til landsins. Ástæða kröfu lögreglunnar er sú að umræddir verjendur eiga að hafa brotið gegn fjölmiðlabanni sem skjólstæðingum þeirra var gert að sæta á gæsluvarðhaldstíma. Annar verjendanna með því að tjá sig í fjölmiðlum um afstöðu kærða til sakarefnisins en haft var eftir honum í frétt Fréttablaðsins á dögunum að skjólstæðingur hans lýsti yfir sakleysi sínu. Lögreglan telur að með því hafi hann brotið gegn lögum um meðferð sakamála þar sem skjólstæðingur hans er í fjölmiðlabanni. Ástæða kröfunnar gegn hinum verjandanum er grunur um að hann hafi borið fjölmiðlaumfjallanir undir kærða í málinu. Það á hann að hafa gert með því að hafa haft útprentanir af fréttum af málinu með sér við fyrirtöku gæsluvarðhaldskröfu gegn skjólstæðingi sínum sem hann gæti hafa séð. Lögmaðurinn segist hafa haft þær með sér til stuðnings kröfu kærða um að gæsluvarðhaldskröfunni skyldi hafnað. Meðal annars byggðist gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar á því að sá grunaði gæti haft samband við meinta samverkamenn. Málið var flutt munnlega í gær og var kröfum lögreglunnar harðlega mótmælt. Úrskurður verður kveðinn upp eftir helgi. Þá kemur í ljós hvort skipa þurfi nýja verjendur í málinu.
Tengdar fréttir Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00 Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00
Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. 5. október 2015 07:00