Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 18:00 Gylfi Þór var bestur að mati Vísis. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. Aukaspyrna Gylfa í upphafi leiksins leiddi til fyrsta marks leiksins en og skoraði annað mark leiksins eftir glæsilegan sprett. Þá var Kolbeinn öflugur í leiknum en varnarlína liðsins sem hefur staðið vakt sína með prýði hingað til í keppninni var ekki nægilega góð í dag og spurning hvort fjarvera Kára Árnasonar hafði hafði eitthvað að segja.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Varði tvisvar vel í fyrri hálfleik. Gat lítið gert í mörkunum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Tapaði boltanum á hættulegum stað undir lok fyrri hálfleiks en í kjölfarið fengu Lettar sitt besta færi. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega.Kári Árnason, miðvörður - Meiddist snemma leiks og þurfti að fara af velli.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Lenti í meiri vandræðum en oftast í undankeppninni til þessa. Bjargaði sér þó oftast.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Var of seinn að setja pressu á Deniss Rekels í jöfnunarmarki Letta. Gerði lítið fram á við.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk dauðafæri snemma leiks sem hann hefði átt að nýta. Sást lítið í seinni hálfleik.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 5 Góður á boltanum en Lettar fengu alltof oft of mikið pláss milli miðju og varnar. Mikilvægi Arons Einars Gunnarssonar kom bersýnilega í ljós í dag. Fékk þó ekki alltaf mikla hjálp.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Frábær í sóknarleiknum. Skoraði magnað mark og átti skotið sem leiddi til fyrsta marksins. Fíflaði Igors Tarasovs hvað eftir annað. Full kærulaus í varnarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Líflegur og duglegur að vanda. Datt niður í seinni hálfleik eins og allt liðið.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Ákveðinn í að nýta tækifærið í byrjunarliðinu og sanna sig. Útsjónarsamur og skapandi. Hann og Jóhann Berg náðu vel saman. Mjög duglegur og sífellt að bjóða sig. Fór minna fyrir honum í seinni hálfleik.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Komst upp fyrir Ríkharð Jónsson á markalistanum þegar hann kom Íslandi yfir strax á 5. mínútu. Var mjög líflegur og góður í tengispilinu.Varamenn:Sölvi Geir Ottesen 5 (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 18. mínútu) Ekkert sérstök innkoma. Var of langt frá Valerjis Sabala þegar hann jafnaði metin.Eiður Smári Guðjohnsen 6 (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) Tapaði boltanum í aðdraganda jöfnunarmarks Lettlands. Lagði upp gott færi fyrir Kolbein. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. Aukaspyrna Gylfa í upphafi leiksins leiddi til fyrsta marks leiksins en og skoraði annað mark leiksins eftir glæsilegan sprett. Þá var Kolbeinn öflugur í leiknum en varnarlína liðsins sem hefur staðið vakt sína með prýði hingað til í keppninni var ekki nægilega góð í dag og spurning hvort fjarvera Kára Árnasonar hafði hafði eitthvað að segja.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Varði tvisvar vel í fyrri hálfleik. Gat lítið gert í mörkunum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Tapaði boltanum á hættulegum stað undir lok fyrri hálfleiks en í kjölfarið fengu Lettar sitt besta færi. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega.Kári Árnason, miðvörður - Meiddist snemma leiks og þurfti að fara af velli.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Lenti í meiri vandræðum en oftast í undankeppninni til þessa. Bjargaði sér þó oftast.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Var of seinn að setja pressu á Deniss Rekels í jöfnunarmarki Letta. Gerði lítið fram á við.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk dauðafæri snemma leiks sem hann hefði átt að nýta. Sást lítið í seinni hálfleik.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 5 Góður á boltanum en Lettar fengu alltof oft of mikið pláss milli miðju og varnar. Mikilvægi Arons Einars Gunnarssonar kom bersýnilega í ljós í dag. Fékk þó ekki alltaf mikla hjálp.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Frábær í sóknarleiknum. Skoraði magnað mark og átti skotið sem leiddi til fyrsta marksins. Fíflaði Igors Tarasovs hvað eftir annað. Full kærulaus í varnarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Líflegur og duglegur að vanda. Datt niður í seinni hálfleik eins og allt liðið.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Ákveðinn í að nýta tækifærið í byrjunarliðinu og sanna sig. Útsjónarsamur og skapandi. Hann og Jóhann Berg náðu vel saman. Mjög duglegur og sífellt að bjóða sig. Fór minna fyrir honum í seinni hálfleik.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Komst upp fyrir Ríkharð Jónsson á markalistanum þegar hann kom Íslandi yfir strax á 5. mínútu. Var mjög líflegur og góður í tengispilinu.Varamenn:Sölvi Geir Ottesen 5 (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 18. mínútu) Ekkert sérstök innkoma. Var of langt frá Valerjis Sabala þegar hann jafnaði metin.Eiður Smári Guðjohnsen 6 (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) Tapaði boltanum í aðdraganda jöfnunarmarks Lettlands. Lagði upp gott færi fyrir Kolbein.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira