Þetta eru mennirnir sem rændu bankann sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. desember 2015 14:52 Líkt og sjá má á myndinni er annar þeirra með skammbyssu og hinn með hníf. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt myndir af mönnunum tveimur sem frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni á öðrum tímanum í dag. Líkt og sjá má á myndunum er annar þeirra vopnaður hnífi og hinn skammbyssu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mennirnir hafi komið að útibúinu á stolinni, hvítri sendibifreið, Ford Transit, með skráninganúmerinu VDZ 53, en bíllinn fannst skömmu síðar í Barmahlíð í Reykjavík.Óveruleg upphæðÍ tilkynningu á vef Landsbankans kemur fram að mennirnir hafi haft í hótunum við starfsfólkið og krafist fjármuna . Þeir hafi tekið einhverja fjármuni með sér en upphæðin sé óveruleg. „Enginn meiddist sem er fyrir mestu og starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum. Starfsfólki og viðskiptavinum í Borgartúni var að sjálfsögðu mjög brugðið og öllum verður boðin áfallahjálp. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. Útibúinu í Borgartúni hefur verið lokað frá því atvikið varð og það verður einnig lokað á morgun, gamlársdag.“Bíllinn sem mennirnir flúðu á fannst í Barmahlíð.Vísir/PjeturÓska aðstoðar almennings Lögregla biður þá sem geta veitt upplýsingar um málið að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112. Fólki er bent á að hafa ekki afskipti af mönnunum. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið bjarni.olafur@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Ógnuðu starfsfólkiSamkvæmt heimildum fréttastofu ógnuðu mennirnir starfsmönnum bankans, hristu einn þeirra og öskruðu „Þetta er rán“. Enn er unnið að því að taka skýrslur af viðskiptavinum bankans. Flestir hafa þó fengið að snúa til síns heima. Lögregla er með töluverðan viðbúnað í Borgartúni og búið er að auka öryggisgæslu í öðrum útibúum bankans. Tengdar fréttir Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt myndir af mönnunum tveimur sem frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni á öðrum tímanum í dag. Líkt og sjá má á myndunum er annar þeirra vopnaður hnífi og hinn skammbyssu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mennirnir hafi komið að útibúinu á stolinni, hvítri sendibifreið, Ford Transit, með skráninganúmerinu VDZ 53, en bíllinn fannst skömmu síðar í Barmahlíð í Reykjavík.Óveruleg upphæðÍ tilkynningu á vef Landsbankans kemur fram að mennirnir hafi haft í hótunum við starfsfólkið og krafist fjármuna . Þeir hafi tekið einhverja fjármuni með sér en upphæðin sé óveruleg. „Enginn meiddist sem er fyrir mestu og starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum. Starfsfólki og viðskiptavinum í Borgartúni var að sjálfsögðu mjög brugðið og öllum verður boðin áfallahjálp. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. Útibúinu í Borgartúni hefur verið lokað frá því atvikið varð og það verður einnig lokað á morgun, gamlársdag.“Bíllinn sem mennirnir flúðu á fannst í Barmahlíð.Vísir/PjeturÓska aðstoðar almennings Lögregla biður þá sem geta veitt upplýsingar um málið að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112. Fólki er bent á að hafa ekki afskipti af mönnunum. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið bjarni.olafur@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Ógnuðu starfsfólkiSamkvæmt heimildum fréttastofu ógnuðu mennirnir starfsmönnum bankans, hristu einn þeirra og öskruðu „Þetta er rán“. Enn er unnið að því að taka skýrslur af viðskiptavinum bankans. Flestir hafa þó fengið að snúa til síns heima. Lögregla er með töluverðan viðbúnað í Borgartúni og búið er að auka öryggisgæslu í öðrum útibúum bankans.
Tengdar fréttir Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25
Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24