Fótbolti

Fagnaði marki með því að fá sér bjórsopa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Massimo Maccarone.
Massimo Maccarone. vísir
Massimo Maccarone, leikmaður Empoli, skoraði tvö mörk fyrir liðið í gærkvöldi þegar það vann Bologna í seríu A-deildinni í gærkvöldi.

Maccarone skoraði þriðja mark liðsins í gær og því sigurmarkið. Eftir markið hljóp hann að áhorendum til að fagna með þeim.

Svo skemmtilega vildi til að einn þeirra var með ískaldan bjór í glasi og fékk Maccarone sér einn sopa, þegar enn voru fjörutíu mínútur eftir af leiknum.

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×