Björk segir að brátt verði engin ósnortin náttúra á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2015 08:51 Andri Snær og Björk fara fyrir náttúruverndarsinnum á Íslandi. Björk segir þröngan hóp hægrisinnaðra plebba hafa lagt undir sig landið. Tónlistarmaðurinn Björk vandar stjórnarliðum á Íslandi ekki kveðjurnar í viðtali við Vanity Fair sem birtist á laugardaginn, en viðtalið tekur Melissa Locker. Björk segist þreytt á plebbum sem hafa lagt undir sig ríkisstjórn Íslands. „Hópurinn sem Björk berjast gegn er bandalag hægri manna sem hafa lagt undir sig stjórn Íslands, hópur sem virðist staðráðinn í því að koma böndum á ósnortið hálendi landsins í nafni efnahagslegs ávinnings,“ skrifar Locker og vitnar svo beint í Björk:Sjá einnig:Þegar Björk sló í gegn í Conan O'Brien „Á Íslandi höfum við lítinn en ákaflega gráðugan hóp plebba sem vilja leggja undir sig hálendið og byggja virkjanir. Eins og sakir standa nú hafa þeir skipulagt 50 virkjanir á hálendinu,“ segir Björk. „Eftir fimm til tíu ár verður engin ósnortin náttúra á Íslandi.“ Björk vandar þessum þrönga hópi plebba, eða rednecks eins og hún kallar mannskapinn, ekki kveðjurnar og segist orðin afskaplega þreytt á þessum yfirgangsseggjum. Umræða um þessi ummæli fór nokkuð hátt í síðustu viku og henni virðist hvergi nærri lokið en viðtalið sem Tryggi Þór vitnar í má finna hér.Tryggvi Þór gefur veltir fyrir sér ummælum Bjarkar í erlendum miðlum.visir/anton brinkÞessi orð Bjarkar fara fremur illa í þann hóp sem skilgreinir sig til hægri. Þeim sárnar málflutningurinn. Þannig vitnar Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðismanna í viðtalið á sinni heimasíðu, og Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrum ráðherra segir: „Vonandi dirfist enginn að leiðrétta þessar röngu staðhæfingar hennar – sá hinn sami verður úthrópaður fyrir ruddaskap af verstu gerð.“ Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, tekur hins vegar í sama streng og Björk: „Mér sýnist þetta nú vera nokkuð í samræmi við tillögur Orkustofnunar um virkjanakosti þó tímaramminn sem hún gefur sér sé í knappara lagi en ef „the very greedy group of rednecks“ fengi frjálsar hendur myndi þeim takast þetta á svona 10-20 árum.“Úr viðtali við Björk sem birtist í Vanity Fair í gær: "The group she is fighting against is the right-wing coalition...Posted by Tryggvi Þór Herbertsson on 20. desember 2015 Tengdar fréttir „Mig langaði oft ekki í vinnuna því mér leið svo illa við hliðina á þessum manni“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tókust á á þingi í morgun en sá síðarnefndi fór tvívegis fram á að forsætisnefnd rannsakaði ummæli Píratans. 15. desember 2015 11:25 Andri Snær skýtur föstum skotum á Jón Andri Snær segir að Jón Gunnarsson og vinir hans noti níðyrðið "eitthvað annað“ um heila iðnbyltingu sem hafi farið framhjá þeim. 15. desember 2015 08:06 Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk „Svona gerir maður ekki“ 14. desember 2015 10:15 Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. 13. desember 2015 16:55 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Björk vandar stjórnarliðum á Íslandi ekki kveðjurnar í viðtali við Vanity Fair sem birtist á laugardaginn, en viðtalið tekur Melissa Locker. Björk segist þreytt á plebbum sem hafa lagt undir sig ríkisstjórn Íslands. „Hópurinn sem Björk berjast gegn er bandalag hægri manna sem hafa lagt undir sig stjórn Íslands, hópur sem virðist staðráðinn í því að koma böndum á ósnortið hálendi landsins í nafni efnahagslegs ávinnings,“ skrifar Locker og vitnar svo beint í Björk:Sjá einnig:Þegar Björk sló í gegn í Conan O'Brien „Á Íslandi höfum við lítinn en ákaflega gráðugan hóp plebba sem vilja leggja undir sig hálendið og byggja virkjanir. Eins og sakir standa nú hafa þeir skipulagt 50 virkjanir á hálendinu,“ segir Björk. „Eftir fimm til tíu ár verður engin ósnortin náttúra á Íslandi.“ Björk vandar þessum þrönga hópi plebba, eða rednecks eins og hún kallar mannskapinn, ekki kveðjurnar og segist orðin afskaplega þreytt á þessum yfirgangsseggjum. Umræða um þessi ummæli fór nokkuð hátt í síðustu viku og henni virðist hvergi nærri lokið en viðtalið sem Tryggi Þór vitnar í má finna hér.Tryggvi Þór gefur veltir fyrir sér ummælum Bjarkar í erlendum miðlum.visir/anton brinkÞessi orð Bjarkar fara fremur illa í þann hóp sem skilgreinir sig til hægri. Þeim sárnar málflutningurinn. Þannig vitnar Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðismanna í viðtalið á sinni heimasíðu, og Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrum ráðherra segir: „Vonandi dirfist enginn að leiðrétta þessar röngu staðhæfingar hennar – sá hinn sami verður úthrópaður fyrir ruddaskap af verstu gerð.“ Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, tekur hins vegar í sama streng og Björk: „Mér sýnist þetta nú vera nokkuð í samræmi við tillögur Orkustofnunar um virkjanakosti þó tímaramminn sem hún gefur sér sé í knappara lagi en ef „the very greedy group of rednecks“ fengi frjálsar hendur myndi þeim takast þetta á svona 10-20 árum.“Úr viðtali við Björk sem birtist í Vanity Fair í gær: "The group she is fighting against is the right-wing coalition...Posted by Tryggvi Þór Herbertsson on 20. desember 2015
Tengdar fréttir „Mig langaði oft ekki í vinnuna því mér leið svo illa við hliðina á þessum manni“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tókust á á þingi í morgun en sá síðarnefndi fór tvívegis fram á að forsætisnefnd rannsakaði ummæli Píratans. 15. desember 2015 11:25 Andri Snær skýtur föstum skotum á Jón Andri Snær segir að Jón Gunnarsson og vinir hans noti níðyrðið "eitthvað annað“ um heila iðnbyltingu sem hafi farið framhjá þeim. 15. desember 2015 08:06 Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk „Svona gerir maður ekki“ 14. desember 2015 10:15 Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. 13. desember 2015 16:55 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
„Mig langaði oft ekki í vinnuna því mér leið svo illa við hliðina á þessum manni“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tókust á á þingi í morgun en sá síðarnefndi fór tvívegis fram á að forsætisnefnd rannsakaði ummæli Píratans. 15. desember 2015 11:25
Andri Snær skýtur föstum skotum á Jón Andri Snær segir að Jón Gunnarsson og vinir hans noti níðyrðið "eitthvað annað“ um heila iðnbyltingu sem hafi farið framhjá þeim. 15. desember 2015 08:06
Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk „Svona gerir maður ekki“ 14. desember 2015 10:15
Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. 13. desember 2015 16:55