Lífið

Þegar Björk sló í gegn hjá Conan O'Brien

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björk og Conan voru bæði að stíga ný skref á ferli sínum á þessum árum.
Björk og Conan voru bæði að stíga ný skref á ferli sínum á þessum árum. skjáskot
Myndband af heimsókn Bjarkar Guðmundsdóttur til spjallþáttastjórnandans Conan O‘ Brien árið 1993 fór á flug þegar FACT Magazine deildi því á Facebook-síðu sinni um helgina.

Í þættinum flutti hún lag sitt Human Behaviour ásamt hljómsveit og ræddi því næst við Conan um vendingar á ferli sínum. Á þessum tíma var hún nýlega búin að segja skilið við Sykurmolana og gefa út plötuna Debut.

O’ Brien, sem þá var að hefja feril sem stjórnandi spjallþáttarins Late Night, spurði íslensku söngkonuna, sem svaraði á lýtalausri ensku með breskum hreim, um bakgrunn sinn og tónlistarsenuna hér á landi sem hún sagði á misskilningi byggð.

„Þar er mikið af einangruðu fólki sem kann að stjórna rafmagni. Það stelst til að hlusta á bandarískt útvarp, ásamt því að heyra hvað er að gerast í Evrópu, og svo misskilja þau allt saman á mjög fallegan hátt.“

Þá ræddu þau einnig um förðun Bjarkar sem skartaði doppum fyrir ofan augabrúnirnar. Þær teiknaði hún sjálf á sig. „Ég er mikið fyrir indverskar myndir og þar eru allir með svo falleg mynstur fyrir ofan augun,“ útskýrði Björk.

Myndbandið af heimsókninni má sjá hér að neðan

Björk appears on Late Night With Conan O'Brien in 1993.

A fresh faced Björk appears on Late Night with Conan O'Brien in 1993.

Posted by FACT Magazine on Saturday, 19 December 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×