Þarf byltingu ef ná skal áfangastað Svavar Hávarðsson skrifar 22. desember 2015 07:00 Helstu möguleikar Íslendinga til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda liggja í endurheimt votlendis. Tæknilega er sú aðgerð einföld, og ódýrari en flestar aðrar sem lúta að þessu markmiði – en stjórnvöld hafa samt lítið sem ekkert gert. fréttablaðið/jónGuðmundsson Íslensk stjórnvöld, sem og allir aðrir, þurfa að grípa til markvissra aðgerða ef á að ná yfirlýstum markmiðum í loftslagsmálum. Til þess þarf að færa fórnir, og skilning allra á þeirri staðreynd að staðan í loftslagsmálum kallar á byltingu en ekki einungis varfærna aðlögun á neyslu almennings. Háleit markmið en lítið gertStefán Gíslason„Mér finnst hafa gætt tilhneigingar hjá íslenskum stjórnvöldum til að tala fjálglega um eigin frammistöðu og háleit markmið. En þau aðhafast minna þegar kemur að því að ráðast í þau verk sem þarf að vinna til að ná markmiðunum. Sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er ágæt. Hún hefur þó lítið gildi ein og sér, enda mun vera ætlunin að fylgja henni eftir með nákvæmari aðgerðaáætlun á næsta ári. Ég bíð spenntur eftir þeirri áætlun. Það er nefnilega ekki nóg að segjast vilja stefna að t.d. rafvæðingu samgangna en aðhafast svo ekkert umfram það sem framtakssömum einkaaðilum dettur í hug að gera að eigin frumkvæði og á eigin reikning,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice og formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar. Engu má hagga„Mér finnst umræðan á Íslandi um loftslagsmál, og reyndar um umhverfismál almennt, vera lituð af því að ekki megi hagga því sem fyrir er. Þannig megi grænt hagkerfi t.d. ekki vera á kostnað brúna hagkerfisins. Enginn megi líða fyrir breytingarnar, heldur eigi allir að hafa rétt til að halda sínu striki. Nýjungarnar séu bara viðbót. Enginn eigi að þurfa að færa neinar fórnir. Aðeins megi nota gulrætur en ekki vendi, eins og það er stundum orðað,“ segir Stefán. Hann segir að í þessu sé að finna grundvallarmisskilning. Hvorki við né aðrir eigum val um að taka bara bestu bitana. Enginn komist hjá því að færa fórnir – sem verða sársaukafullar. „Heilu atvinnugreinarnar geta lagst af en í þeirra stað munu nýjar byggjast upp. Þegar upp er staðið verður þetta öllum til heilla, það er að segja þegar nýju jafnvægi er náð. Þeir sem hafa atvinnu af því að leita að olíu, flytja hana eða selja munu smátt og smátt missa vinnuna. Í staðinn verða til önnur, og fleiri, störf sem þetta sama fólk veit ekki hver verða. Og þetta sama fólk mun kannski ekki hafa þekkingu til að sinna þessum nýju störfum. Í því liggur sársaukinn. Þetta er svipuð staða eins og getur komið upp í skák. Eina leiðin til að vinna skákina er að fórna manni. Það lítur kannski illa út á því augnabliki sem það er gert, en án fórnarinnar er skákin töpuð.“ Huglægur vandiStefán telur að ljónin í veginum séu ekki tæknileg, ef við ætlum að ná þeim háleitu markmiðum sem við höldum gjarnan á lofti. Þau séu huglæg og pólitísk. „Menn verða að horfast í augu við að staðan í loftslagsmálum kallar ekki á minniháttar lagfæringar á neyslu eða á hagkerfinu almennt. Hún kallar á byltingu. Þeir sem standa fastir í þeirri afneitun að smáskammtalækningar dugi munu sitja eftir. Valið stendur um að hrökkva eða stökkva, nema hvað þeir sem hrökkva komast ekki inn í framtíðina. Það sem þarf að gera núna snýst ekki um að flokka nokkrar mjólkurfernur, draga úr matarsóun um 5% eða fara á hjóli í vinnuna einu sinni á ári til að spara bílinn. Allt er þetta gott og gilt og nauðsynlegt en skiptir samt skelfilega litlu máli í stóru myndinni. Miklu, miklu stærri breytingar eru óhjákvæmilegar,“ segir Stefán. BönnStjórnvöld hafa, almennt talað, þrenns konar tæki til að hafa áhrif á hegðun markaðarins. Boð og bönn, hagræn stjórntæki og upplýsingar. Um þetta segist Stefán hafa það á tilfinningunni að stjórnvöld vilji gjarnan upplýsa almenning og atvinnulífið um mikilvægi þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. En það eitt dugi hins vegar skammt. Það sé ekki nóg að beita boðum – það þurfi líka að beita bönnum. „Gulrótin dugar ekki. Það þarf að grípa til vandarins ef kerfið lætur ekki að stjórn. Hagræn stjórntæki eru notuð í einhverjum mæli, en að mínu mati í allt of litlum mæli. Það þyrfti t.d. að ganga miklu lengra í að skattleggja mengun, bæði til að draga úr henni og til þess að fjármagna nýsköpun í hreinni starfsemi,“ segir Stefán. Eins og fleiri viðmælendur Fréttablaðsins í umfjöllun um loftslagsmál segir Stefán að hætta verði við öll áform um olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Eins þurfi að afnema skaðlegar greiðslur og styrki sem ýta undir notkun jarðefnaeldsneytis. Þá sé hægt að innleiða viðauka við Marpol-samninginn, sem er rammasamningur um varnir gegn mengun frá skipum, en með því væri hægt að setja strangari kröfur um mengunarvarnir innan landhelginnar. Möguleikar liggja einnig í banni við urðun lífræns úrgangs og í því að stjórnvöld standi við yfirlýsingar um að byggja upp innviði fyrir rafbíla. Þá liggi beint við að ráðast í stórátak til að stöðva losun kolefnis úr framræstu votlendi og nýta mengunarskatta til að fjármagna breytingar í anda græns hagkerfis. Í þessu samhengi rifjar Stefán upp að Alþingi samþykkti einróma að efla grænt hagkerfi fyrir ekki svo löngu, en ítarleg vinna verkefnastjórnar lá fyrir í janúar 2013. Þar sveif yfir vötnum sá metnaður þingsins að efling græna hagkerfisins yrði forgangsverkefni í atvinnustefnu íslenskra stjórnvalda. „Hér erum við ekki að tala um að setja 50 milljónir í eitthvert eitt tilraunaverkefni í eitt ár. Við erum að tala um breytta ráðstöfun á milljörðum eða tugum milljarða króna á hverju ári um ókomna framtíð. Auðvitað eru slíkar breytingar sársaukafullar, en sársaukinn verður fyrst raunverulegur ef ekkert verður aðhafst,“ segir Stefán. Hálfkaraður leiðarvísirSóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum til næstu þriggja ára var kynnt í lok nóvember, og var sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) í París sem lauk með því að nýr loftslagssamningur var undirritaður af 195 þjóðum. Á sama tíma og samningnum er fagnað sem risaskrefi í rétt átt viðurkenna allir að vinnan sé öll eftir. Í viðtali við Fréttablaðið líkti Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum á Veðurstofu Íslands, samningnum við að allir séu búnir að skilgreina hvert skal haldið en eftir sé að finna leiðina þangað. Að stofni til eru í sóknaráætluninni 16 verkefni sem sett verða af stað – átta þeirra snúa að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Gagnrýni á sóknaráætlunina hefur verið áberandi en fátt nýtt er þar að finna. Kostnaðarmat fyrir sóknaráætlunina hefur heldur ekki verið gert. Loftslagsmál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Íslensk stjórnvöld, sem og allir aðrir, þurfa að grípa til markvissra aðgerða ef á að ná yfirlýstum markmiðum í loftslagsmálum. Til þess þarf að færa fórnir, og skilning allra á þeirri staðreynd að staðan í loftslagsmálum kallar á byltingu en ekki einungis varfærna aðlögun á neyslu almennings. Háleit markmið en lítið gertStefán Gíslason„Mér finnst hafa gætt tilhneigingar hjá íslenskum stjórnvöldum til að tala fjálglega um eigin frammistöðu og háleit markmið. En þau aðhafast minna þegar kemur að því að ráðast í þau verk sem þarf að vinna til að ná markmiðunum. Sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er ágæt. Hún hefur þó lítið gildi ein og sér, enda mun vera ætlunin að fylgja henni eftir með nákvæmari aðgerðaáætlun á næsta ári. Ég bíð spenntur eftir þeirri áætlun. Það er nefnilega ekki nóg að segjast vilja stefna að t.d. rafvæðingu samgangna en aðhafast svo ekkert umfram það sem framtakssömum einkaaðilum dettur í hug að gera að eigin frumkvæði og á eigin reikning,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice og formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar. Engu má hagga„Mér finnst umræðan á Íslandi um loftslagsmál, og reyndar um umhverfismál almennt, vera lituð af því að ekki megi hagga því sem fyrir er. Þannig megi grænt hagkerfi t.d. ekki vera á kostnað brúna hagkerfisins. Enginn megi líða fyrir breytingarnar, heldur eigi allir að hafa rétt til að halda sínu striki. Nýjungarnar séu bara viðbót. Enginn eigi að þurfa að færa neinar fórnir. Aðeins megi nota gulrætur en ekki vendi, eins og það er stundum orðað,“ segir Stefán. Hann segir að í þessu sé að finna grundvallarmisskilning. Hvorki við né aðrir eigum val um að taka bara bestu bitana. Enginn komist hjá því að færa fórnir – sem verða sársaukafullar. „Heilu atvinnugreinarnar geta lagst af en í þeirra stað munu nýjar byggjast upp. Þegar upp er staðið verður þetta öllum til heilla, það er að segja þegar nýju jafnvægi er náð. Þeir sem hafa atvinnu af því að leita að olíu, flytja hana eða selja munu smátt og smátt missa vinnuna. Í staðinn verða til önnur, og fleiri, störf sem þetta sama fólk veit ekki hver verða. Og þetta sama fólk mun kannski ekki hafa þekkingu til að sinna þessum nýju störfum. Í því liggur sársaukinn. Þetta er svipuð staða eins og getur komið upp í skák. Eina leiðin til að vinna skákina er að fórna manni. Það lítur kannski illa út á því augnabliki sem það er gert, en án fórnarinnar er skákin töpuð.“ Huglægur vandiStefán telur að ljónin í veginum séu ekki tæknileg, ef við ætlum að ná þeim háleitu markmiðum sem við höldum gjarnan á lofti. Þau séu huglæg og pólitísk. „Menn verða að horfast í augu við að staðan í loftslagsmálum kallar ekki á minniháttar lagfæringar á neyslu eða á hagkerfinu almennt. Hún kallar á byltingu. Þeir sem standa fastir í þeirri afneitun að smáskammtalækningar dugi munu sitja eftir. Valið stendur um að hrökkva eða stökkva, nema hvað þeir sem hrökkva komast ekki inn í framtíðina. Það sem þarf að gera núna snýst ekki um að flokka nokkrar mjólkurfernur, draga úr matarsóun um 5% eða fara á hjóli í vinnuna einu sinni á ári til að spara bílinn. Allt er þetta gott og gilt og nauðsynlegt en skiptir samt skelfilega litlu máli í stóru myndinni. Miklu, miklu stærri breytingar eru óhjákvæmilegar,“ segir Stefán. BönnStjórnvöld hafa, almennt talað, þrenns konar tæki til að hafa áhrif á hegðun markaðarins. Boð og bönn, hagræn stjórntæki og upplýsingar. Um þetta segist Stefán hafa það á tilfinningunni að stjórnvöld vilji gjarnan upplýsa almenning og atvinnulífið um mikilvægi þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. En það eitt dugi hins vegar skammt. Það sé ekki nóg að beita boðum – það þurfi líka að beita bönnum. „Gulrótin dugar ekki. Það þarf að grípa til vandarins ef kerfið lætur ekki að stjórn. Hagræn stjórntæki eru notuð í einhverjum mæli, en að mínu mati í allt of litlum mæli. Það þyrfti t.d. að ganga miklu lengra í að skattleggja mengun, bæði til að draga úr henni og til þess að fjármagna nýsköpun í hreinni starfsemi,“ segir Stefán. Eins og fleiri viðmælendur Fréttablaðsins í umfjöllun um loftslagsmál segir Stefán að hætta verði við öll áform um olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Eins þurfi að afnema skaðlegar greiðslur og styrki sem ýta undir notkun jarðefnaeldsneytis. Þá sé hægt að innleiða viðauka við Marpol-samninginn, sem er rammasamningur um varnir gegn mengun frá skipum, en með því væri hægt að setja strangari kröfur um mengunarvarnir innan landhelginnar. Möguleikar liggja einnig í banni við urðun lífræns úrgangs og í því að stjórnvöld standi við yfirlýsingar um að byggja upp innviði fyrir rafbíla. Þá liggi beint við að ráðast í stórátak til að stöðva losun kolefnis úr framræstu votlendi og nýta mengunarskatta til að fjármagna breytingar í anda græns hagkerfis. Í þessu samhengi rifjar Stefán upp að Alþingi samþykkti einróma að efla grænt hagkerfi fyrir ekki svo löngu, en ítarleg vinna verkefnastjórnar lá fyrir í janúar 2013. Þar sveif yfir vötnum sá metnaður þingsins að efling græna hagkerfisins yrði forgangsverkefni í atvinnustefnu íslenskra stjórnvalda. „Hér erum við ekki að tala um að setja 50 milljónir í eitthvert eitt tilraunaverkefni í eitt ár. Við erum að tala um breytta ráðstöfun á milljörðum eða tugum milljarða króna á hverju ári um ókomna framtíð. Auðvitað eru slíkar breytingar sársaukafullar, en sársaukinn verður fyrst raunverulegur ef ekkert verður aðhafst,“ segir Stefán. Hálfkaraður leiðarvísirSóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum til næstu þriggja ára var kynnt í lok nóvember, og var sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) í París sem lauk með því að nýr loftslagssamningur var undirritaður af 195 þjóðum. Á sama tíma og samningnum er fagnað sem risaskrefi í rétt átt viðurkenna allir að vinnan sé öll eftir. Í viðtali við Fréttablaðið líkti Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum á Veðurstofu Íslands, samningnum við að allir séu búnir að skilgreina hvert skal haldið en eftir sé að finna leiðina þangað. Að stofni til eru í sóknaráætluninni 16 verkefni sem sett verða af stað – átta þeirra snúa að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Gagnrýni á sóknaráætlunina hefur verið áberandi en fátt nýtt er þar að finna. Kostnaðarmat fyrir sóknaráætlunina hefur heldur ekki verið gert.
Loftslagsmál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira