Erlent

Tugir handteknir í stærsta spillingarmáli Serbíu í áraraðir

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Johannes Hahn, stækkunarstjóri ESB, Aleksandar Vucic, forsætisráðherra Serbíu, og Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborg, þegar aðildarviðræður Serbíu hófust formlega.
Johannes Hahn, stækkunarstjóri ESB, Aleksandar Vucic, forsætisráðherra Serbíu, og Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborg, þegar aðildarviðræður Serbíu hófust formlega. vísir/epa
Lögregla í Serbíu hefur handtekið um áttatíu í manns í einu stærsta spillingarmáli landsins í áraraðir. Meðal þeirra handteknu er Slobodan Milosavljevic en hann var eitt sinn landbúnaðar-, ferðamála- og viðskiptaráðherra landsins. Þetta kemur fram á vef BBC.

Frá í mars 2012 hefur Serbía formlega haft stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu en eitt af skilyrðum sambandsins fyrir inngöngu landsins er að harðar verði tekið á spillingarmálum. Auk Milosavljevic voru fyrrum stjórnendur í innanríkisráðuneytinu handteknir auk fjölda fyrrverandi borgarstjóra.

Innanríkisráðherra landsins, Nebojsa Stefanovic, sagði að á blaðamannafundi að mennirnir væru grunaðir um að hafa misnotað embætti sín, peningaþvætti, mútuþægni og fjölda annarra glæpa. Lögreglan leitar enn fimm grunaðra og verið er að skyggnast í mál 39 annarra.

Þrátt fyrir að Serbía hafi haft stöðu umsóknarríkis frá árinu 2012 hófust formlegar viðræður ekki fyrr en fyrr í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×