Töpuðu öllu sínu í annað sinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. desember 2015 16:39 Myndin sýnir Sigurð og Kristbjörgu í eldhúsinu í húsinu sem nú er brunnið. Til hægri má sjá brunarústirnar. „Foreldrar mínir eru orðnir nokkuð gamlir og þetta er gífurlegt áfall. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er í annað sinn sem þau tapa öllu sínu,“ segir Mike Tomasson í samtali við Vísi en foreldrar hans, Sigurður Tómasson og Kristbjörg Þórarinsdóttir, töpuðu öllu sínu í eldsvoða í gær. Foreldrar Mike eru búsett í bænum Ipswich, skammt frá Brisbane, á austurströnd Ástralíu. Þar hafa þau búið í um aldarfjórðung. Áður bjuggu þau í Reykjavík og áttu um skeið hlut í stað sem kallaður var Ölkeldan. Þegar viðskiptafélagi þeirra vildi breyta til ákváðu þau að selja hlut sinn í staðnum og flytjast búferlum til Ástralíu. Þar bauðst Sigurði starf á veitingahúsi og elti fjölskyldan hann út. „Síðar komu þau á fót fyrirtæki sem fór á hausinn eftir að starfsmaður þess sveik fjármuni úr því og gerði það gjaldþrota,“ segir Mike. Faðir hans hafi alltaf verið afar gjafmildur og í raun svo gjafmildur að á köflum hafi það nánast verið vandamál fyrir fjölskylduna. „Ef hann þekkir einhvern fjárþurfi þá hleypur hann undir bagga óhikað.“ Konan, sem stal peningunum, kom til föður hans og tjáði honum að móðir sín væri mikið veik og þyrfti peninga fyrir aðgerð sem Sigurður lét hana hafa. Síðar meir kom í ljós að hún hafði verið að skjóta fé undan en það gerðist of seint. Þegar upp um það komst hafði konan flúið land og enginn veit hvar hún er niðurkomin nú. „Mamma og pabbi þurftu að selja húsið sitt til að eiga fyrir skuldum en það dugði ekki til og á endanum lýstu þau sig gjaldþrota,“ segir Mike. „Þau hafa allt sitt líf, og enn þann dag í dag, unnið baki brotnu til að eiga þak yfir höfuð sér. Loksins þegar þau eiga sitt eigið heimili þá brennur það til kaldra kola.“ Óvíst er hve mikið tryggingarnar koma til með að dekka af tjóninu sem fjölskyldan varð fyrir en það mun líklega lenda á Mike að eiga við tryggingafyrirtækið. Húsið hafi verið skráð á hans nafn vegna fjárhagslegrar stöðu foreldra hans. Þar til að önnur lausn finnst búa foreldrar hans heima hjá bróður hans. Sá er giftur íslenskri konu sem hann kynntist í Ástralíu. Mike býr hins vegar og starfar í Reykjavík sem kaffibarþjónn á Reykjavík Roasters. Hann hefur búið hér síðastliðin átta ár eða frá því hann var 24 ára. „Ég hugsa að ég fari út að hjálpa þeim og vera hjá þeim eins fljótt og ég get,“ segir Mike. Hann hefur opnað söfnunarreikning til styrktar Sigurði og Kristbjörgu en nú þegar hafa um 1.000 ástralskir dollarar, um hundrað þúsund krónur, safnast. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið geta smellt hér en að neðan má sjá umfjöllun ástralskrar sjónvarpsstöðvar um brunann. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
„Foreldrar mínir eru orðnir nokkuð gamlir og þetta er gífurlegt áfall. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er í annað sinn sem þau tapa öllu sínu,“ segir Mike Tomasson í samtali við Vísi en foreldrar hans, Sigurður Tómasson og Kristbjörg Þórarinsdóttir, töpuðu öllu sínu í eldsvoða í gær. Foreldrar Mike eru búsett í bænum Ipswich, skammt frá Brisbane, á austurströnd Ástralíu. Þar hafa þau búið í um aldarfjórðung. Áður bjuggu þau í Reykjavík og áttu um skeið hlut í stað sem kallaður var Ölkeldan. Þegar viðskiptafélagi þeirra vildi breyta til ákváðu þau að selja hlut sinn í staðnum og flytjast búferlum til Ástralíu. Þar bauðst Sigurði starf á veitingahúsi og elti fjölskyldan hann út. „Síðar komu þau á fót fyrirtæki sem fór á hausinn eftir að starfsmaður þess sveik fjármuni úr því og gerði það gjaldþrota,“ segir Mike. Faðir hans hafi alltaf verið afar gjafmildur og í raun svo gjafmildur að á köflum hafi það nánast verið vandamál fyrir fjölskylduna. „Ef hann þekkir einhvern fjárþurfi þá hleypur hann undir bagga óhikað.“ Konan, sem stal peningunum, kom til föður hans og tjáði honum að móðir sín væri mikið veik og þyrfti peninga fyrir aðgerð sem Sigurður lét hana hafa. Síðar meir kom í ljós að hún hafði verið að skjóta fé undan en það gerðist of seint. Þegar upp um það komst hafði konan flúið land og enginn veit hvar hún er niðurkomin nú. „Mamma og pabbi þurftu að selja húsið sitt til að eiga fyrir skuldum en það dugði ekki til og á endanum lýstu þau sig gjaldþrota,“ segir Mike. „Þau hafa allt sitt líf, og enn þann dag í dag, unnið baki brotnu til að eiga þak yfir höfuð sér. Loksins þegar þau eiga sitt eigið heimili þá brennur það til kaldra kola.“ Óvíst er hve mikið tryggingarnar koma til með að dekka af tjóninu sem fjölskyldan varð fyrir en það mun líklega lenda á Mike að eiga við tryggingafyrirtækið. Húsið hafi verið skráð á hans nafn vegna fjárhagslegrar stöðu foreldra hans. Þar til að önnur lausn finnst búa foreldrar hans heima hjá bróður hans. Sá er giftur íslenskri konu sem hann kynntist í Ástralíu. Mike býr hins vegar og starfar í Reykjavík sem kaffibarþjónn á Reykjavík Roasters. Hann hefur búið hér síðastliðin átta ár eða frá því hann var 24 ára. „Ég hugsa að ég fari út að hjálpa þeim og vera hjá þeim eins fljótt og ég get,“ segir Mike. Hann hefur opnað söfnunarreikning til styrktar Sigurði og Kristbjörgu en nú þegar hafa um 1.000 ástralskir dollarar, um hundrað þúsund krónur, safnast. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið geta smellt hér en að neðan má sjá umfjöllun ástralskrar sjónvarpsstöðvar um brunann.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira