Töpuðu öllu sínu í annað sinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. desember 2015 16:39 Myndin sýnir Sigurð og Kristbjörgu í eldhúsinu í húsinu sem nú er brunnið. Til hægri má sjá brunarústirnar. „Foreldrar mínir eru orðnir nokkuð gamlir og þetta er gífurlegt áfall. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er í annað sinn sem þau tapa öllu sínu,“ segir Mike Tomasson í samtali við Vísi en foreldrar hans, Sigurður Tómasson og Kristbjörg Þórarinsdóttir, töpuðu öllu sínu í eldsvoða í gær. Foreldrar Mike eru búsett í bænum Ipswich, skammt frá Brisbane, á austurströnd Ástralíu. Þar hafa þau búið í um aldarfjórðung. Áður bjuggu þau í Reykjavík og áttu um skeið hlut í stað sem kallaður var Ölkeldan. Þegar viðskiptafélagi þeirra vildi breyta til ákváðu þau að selja hlut sinn í staðnum og flytjast búferlum til Ástralíu. Þar bauðst Sigurði starf á veitingahúsi og elti fjölskyldan hann út. „Síðar komu þau á fót fyrirtæki sem fór á hausinn eftir að starfsmaður þess sveik fjármuni úr því og gerði það gjaldþrota,“ segir Mike. Faðir hans hafi alltaf verið afar gjafmildur og í raun svo gjafmildur að á köflum hafi það nánast verið vandamál fyrir fjölskylduna. „Ef hann þekkir einhvern fjárþurfi þá hleypur hann undir bagga óhikað.“ Konan, sem stal peningunum, kom til föður hans og tjáði honum að móðir sín væri mikið veik og þyrfti peninga fyrir aðgerð sem Sigurður lét hana hafa. Síðar meir kom í ljós að hún hafði verið að skjóta fé undan en það gerðist of seint. Þegar upp um það komst hafði konan flúið land og enginn veit hvar hún er niðurkomin nú. „Mamma og pabbi þurftu að selja húsið sitt til að eiga fyrir skuldum en það dugði ekki til og á endanum lýstu þau sig gjaldþrota,“ segir Mike. „Þau hafa allt sitt líf, og enn þann dag í dag, unnið baki brotnu til að eiga þak yfir höfuð sér. Loksins þegar þau eiga sitt eigið heimili þá brennur það til kaldra kola.“ Óvíst er hve mikið tryggingarnar koma til með að dekka af tjóninu sem fjölskyldan varð fyrir en það mun líklega lenda á Mike að eiga við tryggingafyrirtækið. Húsið hafi verið skráð á hans nafn vegna fjárhagslegrar stöðu foreldra hans. Þar til að önnur lausn finnst búa foreldrar hans heima hjá bróður hans. Sá er giftur íslenskri konu sem hann kynntist í Ástralíu. Mike býr hins vegar og starfar í Reykjavík sem kaffibarþjónn á Reykjavík Roasters. Hann hefur búið hér síðastliðin átta ár eða frá því hann var 24 ára. „Ég hugsa að ég fari út að hjálpa þeim og vera hjá þeim eins fljótt og ég get,“ segir Mike. Hann hefur opnað söfnunarreikning til styrktar Sigurði og Kristbjörgu en nú þegar hafa um 1.000 ástralskir dollarar, um hundrað þúsund krónur, safnast. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið geta smellt hér en að neðan má sjá umfjöllun ástralskrar sjónvarpsstöðvar um brunann. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
„Foreldrar mínir eru orðnir nokkuð gamlir og þetta er gífurlegt áfall. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er í annað sinn sem þau tapa öllu sínu,“ segir Mike Tomasson í samtali við Vísi en foreldrar hans, Sigurður Tómasson og Kristbjörg Þórarinsdóttir, töpuðu öllu sínu í eldsvoða í gær. Foreldrar Mike eru búsett í bænum Ipswich, skammt frá Brisbane, á austurströnd Ástralíu. Þar hafa þau búið í um aldarfjórðung. Áður bjuggu þau í Reykjavík og áttu um skeið hlut í stað sem kallaður var Ölkeldan. Þegar viðskiptafélagi þeirra vildi breyta til ákváðu þau að selja hlut sinn í staðnum og flytjast búferlum til Ástralíu. Þar bauðst Sigurði starf á veitingahúsi og elti fjölskyldan hann út. „Síðar komu þau á fót fyrirtæki sem fór á hausinn eftir að starfsmaður þess sveik fjármuni úr því og gerði það gjaldþrota,“ segir Mike. Faðir hans hafi alltaf verið afar gjafmildur og í raun svo gjafmildur að á köflum hafi það nánast verið vandamál fyrir fjölskylduna. „Ef hann þekkir einhvern fjárþurfi þá hleypur hann undir bagga óhikað.“ Konan, sem stal peningunum, kom til föður hans og tjáði honum að móðir sín væri mikið veik og þyrfti peninga fyrir aðgerð sem Sigurður lét hana hafa. Síðar meir kom í ljós að hún hafði verið að skjóta fé undan en það gerðist of seint. Þegar upp um það komst hafði konan flúið land og enginn veit hvar hún er niðurkomin nú. „Mamma og pabbi þurftu að selja húsið sitt til að eiga fyrir skuldum en það dugði ekki til og á endanum lýstu þau sig gjaldþrota,“ segir Mike. „Þau hafa allt sitt líf, og enn þann dag í dag, unnið baki brotnu til að eiga þak yfir höfuð sér. Loksins þegar þau eiga sitt eigið heimili þá brennur það til kaldra kola.“ Óvíst er hve mikið tryggingarnar koma til með að dekka af tjóninu sem fjölskyldan varð fyrir en það mun líklega lenda á Mike að eiga við tryggingafyrirtækið. Húsið hafi verið skráð á hans nafn vegna fjárhagslegrar stöðu foreldra hans. Þar til að önnur lausn finnst búa foreldrar hans heima hjá bróður hans. Sá er giftur íslenskri konu sem hann kynntist í Ástralíu. Mike býr hins vegar og starfar í Reykjavík sem kaffibarþjónn á Reykjavík Roasters. Hann hefur búið hér síðastliðin átta ár eða frá því hann var 24 ára. „Ég hugsa að ég fari út að hjálpa þeim og vera hjá þeim eins fljótt og ég get,“ segir Mike. Hann hefur opnað söfnunarreikning til styrktar Sigurði og Kristbjörgu en nú þegar hafa um 1.000 ástralskir dollarar, um hundrað þúsund krónur, safnast. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið geta smellt hér en að neðan má sjá umfjöllun ástralskrar sjónvarpsstöðvar um brunann.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira