Stefnir á að skella sér í Tyson-kjólinn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2015 09:00 Hér má sjá Manuelu klædda í kjólinn fræga þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/HH Fathönnunarneminn og fegurðardrottningin fyrrverandi Manuela Ósk Harðardóttir stefnir á að klæðast rauða Versace-síðkjólnum sem hún fékk að gjöf frá hnefaleikakappanum Mike Tyson í Miss Universe-keppninni sem fram fer í Las Vegas í lok mánaðarins. Talsverða athygli vakti þegar Tyson gaf Manuelu kjólinn en hann hitti hún á förnum vegi í New York og klæddist kjólnum þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Það eru því liðin rúm þrettán ár að sögn Manuelu síðan hún notaði kjólinn síðast en það kemur ekki að sök að sögn hennar og hann á enn vel við fínustu tilefni.„Hann er alveg það klassískur að hann er enn þá flottur.“ Kjóllinn er sjálfsagt mörgum í fersku minni, enda hlaut það töluverða umfjöllun þegar hún fékk hann að gjöf, en er hárauður að lit, klassískur í sniðinu, skreyttur í kringum hálsmálið með demantssteinum og runninn undan rifjum ítalska tískuhússins Versace. Manuela verður líkt og áður sagði viðstödd Miss Universe-keppnina og er þrælspennt en keppnin er nú haldin í sextugasta og fjórða sinn. „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu, þetta verður örugglega rosalega flott keppni. Það er bara leiðinlegt að það sé engin íslensk stelpa að fara að keppa sem ég get haldið með,“ segir hún glöð í bragði. Bandarískir vinir Manuelu buðu henni að koma og vera viðstödd keppnina en þeir starfa sem „pagent coaches“ og hafa meðal annars þjálfað fulltrúa frá Ungfrú Ameríku. „Þetta er svolítið skemmtilegt af því að þetta var eina stóra keppnin sem ég fór í á sínum tíma. Mér tókst aldrei að nota kjólinn þar,“ segir Manuela en hún stefndi á að klæðast kjólnum í Miss Universe árið 2002, en þurfti að draga sig úr keppni vegna veikinda. „Þannig að ég ætla bara að taka hann með núna, hann passar allavega enn þá,“ segir hún að lokum og skellir upp úr. Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Fathönnunarneminn og fegurðardrottningin fyrrverandi Manuela Ósk Harðardóttir stefnir á að klæðast rauða Versace-síðkjólnum sem hún fékk að gjöf frá hnefaleikakappanum Mike Tyson í Miss Universe-keppninni sem fram fer í Las Vegas í lok mánaðarins. Talsverða athygli vakti þegar Tyson gaf Manuelu kjólinn en hann hitti hún á förnum vegi í New York og klæddist kjólnum þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Það eru því liðin rúm þrettán ár að sögn Manuelu síðan hún notaði kjólinn síðast en það kemur ekki að sök að sögn hennar og hann á enn vel við fínustu tilefni.„Hann er alveg það klassískur að hann er enn þá flottur.“ Kjóllinn er sjálfsagt mörgum í fersku minni, enda hlaut það töluverða umfjöllun þegar hún fékk hann að gjöf, en er hárauður að lit, klassískur í sniðinu, skreyttur í kringum hálsmálið með demantssteinum og runninn undan rifjum ítalska tískuhússins Versace. Manuela verður líkt og áður sagði viðstödd Miss Universe-keppnina og er þrælspennt en keppnin er nú haldin í sextugasta og fjórða sinn. „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu, þetta verður örugglega rosalega flott keppni. Það er bara leiðinlegt að það sé engin íslensk stelpa að fara að keppa sem ég get haldið með,“ segir hún glöð í bragði. Bandarískir vinir Manuelu buðu henni að koma og vera viðstödd keppnina en þeir starfa sem „pagent coaches“ og hafa meðal annars þjálfað fulltrúa frá Ungfrú Ameríku. „Þetta er svolítið skemmtilegt af því að þetta var eina stóra keppnin sem ég fór í á sínum tíma. Mér tókst aldrei að nota kjólinn þar,“ segir Manuela en hún stefndi á að klæðast kjólnum í Miss Universe árið 2002, en þurfti að draga sig úr keppni vegna veikinda. „Þannig að ég ætla bara að taka hann með núna, hann passar allavega enn þá,“ segir hún að lokum og skellir upp úr.
Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira