Lífið

Donald Trump sem fulli nágranninn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega gott myndband
Virkilega gott myndband vísir
Bandaríkjamaðurinn Donald Trump hefur verið gagnrýndur gríðarlega undanfarna mánuði en hann sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs.

Orð hans hafa oftar en ekki ratað í fjölmiðla og vekja þau oft mikil viðbrögð en hann sagði til að mynda á dögunum að hann vildi ekki hleypa múslimum inni í landið.

Nokkrir strákar sem halda úti YouTube rásinni Friend Dog Studios gerðu á dögunum skemmtilegt myndband þar sem einn þeirra leikur fullan nágranna sem aðeins segir hluti sem Donald Trump segir. Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega myndband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×