Fótbolti

Benzema settur í bann hjá franska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins, tilkynnti í dag að Karim Benzema hafi verið settur í bann hjá franska landsliðinu á meðan að málaferli standa yfir í tengslum við fjárkúgunarmál.



Benzema hefur verið kærður fyrir aðkomu sína að fjárkúgun sem beindist að Mathieu Valbuena, leikmanni Lyon og franska landsliðsins. Valbuena var krafinn um greiðslu gegn því að kynlífsmyndband af honum yrði eyðilagt.



Sjá einnig: Benzema vill vinna EM með Valbuena



Benzema neitar sök og nýtur stuðnings félags síns, Real Madrid, á Spáni. Bæði hann og Valbuena hafa tjáð sig um málið í frönskum fjölmiðlum síðustu vikurnar en hvorugur var valinn í franska landsliðið í síðasta mánuði.



Sjá einnig: Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið



Le Graet sagði að bannið næði fram yfir Evrópumeistaramótið næsta sumar nema að málið yrði leyst eða látið niður falla fyrir dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×