Náðu ekki samningum við Landsvirkjun um viðbótarorku sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. desember 2015 18:09 vísir/stefán Járnblendiverksmiðjan Elkem Ísland náði ekki samningum við Landsvirkjun um umframorku og hefur ákvörðun verið tekin um að lækka álag á ofnum í verksmiðjunni út árið. Elkem taldi ljóst að fyrirtækið þyrfti á meiri orku að halda en þeirri sem skilgreind er í samningi fyrirtækjanna tveggja, en fékk það ekki samþykkt, að því er segir á vef Verkalýðsfélags Akraness. Þar er birtur hluti úr tölvupósti Gests Péturssonar, forstjóra Elkem, sem sendur var á starfsmenn á dögunum. Hann segir í póstinum að ofnrekstur hafi gengið vel í ár, og til þess að geta haldið áfram á sömu braut hafi verið farið í samningaviðræður. „Því miður var það niðurstaðan að samningar náðust ekki þrátt fyrir góðan vilja. Af þeim ástæðum þurfum við að lækka álag á ofnum það sem eftir lifir af desember,“ segir Gestur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að um sé að ræða grafalvarlegt mál, enda sé atvinnuöryggi starfsmanna Elkem í húfi. „Þó vissulega sé rétt að taka fram að í þessu tilfelli er einungis verið að tala um viðbótarorku þá er rétt að taka það fram að Elkem Ísland og Norðurál eru með lausa raforkusamninga frá árinu 2019 og ljóst að miðað við þessar staðreyndir að Landsvirkjun er að óska eftir þannig verðum á raforkunni að fyrirtækið treystir sér ekki til þess að ganga frá samningi. Þá má vera ljóst að framtíð stóriðjureksturs, ekki bara hjá Elkem Ísland heldur öðrum stóriðjufyrirtækjum, er stefnt í stórhættu,“ segir hann. Þá skorar hann á stjórnvöld að fá hlutlausan, óháðan aðila til að skoða þau mál er lúta að raforkuverði í þeim löndum sem Ísland vilji bera sig saman við, því gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir þjóðarbúið í heild. Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Sjá meira
Járnblendiverksmiðjan Elkem Ísland náði ekki samningum við Landsvirkjun um umframorku og hefur ákvörðun verið tekin um að lækka álag á ofnum í verksmiðjunni út árið. Elkem taldi ljóst að fyrirtækið þyrfti á meiri orku að halda en þeirri sem skilgreind er í samningi fyrirtækjanna tveggja, en fékk það ekki samþykkt, að því er segir á vef Verkalýðsfélags Akraness. Þar er birtur hluti úr tölvupósti Gests Péturssonar, forstjóra Elkem, sem sendur var á starfsmenn á dögunum. Hann segir í póstinum að ofnrekstur hafi gengið vel í ár, og til þess að geta haldið áfram á sömu braut hafi verið farið í samningaviðræður. „Því miður var það niðurstaðan að samningar náðust ekki þrátt fyrir góðan vilja. Af þeim ástæðum þurfum við að lækka álag á ofnum það sem eftir lifir af desember,“ segir Gestur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að um sé að ræða grafalvarlegt mál, enda sé atvinnuöryggi starfsmanna Elkem í húfi. „Þó vissulega sé rétt að taka fram að í þessu tilfelli er einungis verið að tala um viðbótarorku þá er rétt að taka það fram að Elkem Ísland og Norðurál eru með lausa raforkusamninga frá árinu 2019 og ljóst að miðað við þessar staðreyndir að Landsvirkjun er að óska eftir þannig verðum á raforkunni að fyrirtækið treystir sér ekki til þess að ganga frá samningi. Þá má vera ljóst að framtíð stóriðjureksturs, ekki bara hjá Elkem Ísland heldur öðrum stóriðjufyrirtækjum, er stefnt í stórhættu,“ segir hann. Þá skorar hann á stjórnvöld að fá hlutlausan, óháðan aðila til að skoða þau mál er lúta að raforkuverði í þeim löndum sem Ísland vilji bera sig saman við, því gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir þjóðarbúið í heild.
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Sjá meira