Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Atli Viðar Thorstensson, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum, fer yfir það sem betur mætti fara hjá stofnuninni. vísir/vilhelm „Ég fagna hugmynd um sérstakan umboðsmann hælisleitenda og flóttamanna,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum, og segir að slík stofnun gæti verið góð viðbót í hagsmunagæslu þeirra.„Ég fagna líka áhuga þingmanna og allra á þessum málaflokki.“ Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir Útlendingastofnun ekki hafa hagsmuni flóttamanna og hælisleitenda að leiðarljósi og finnst ekki æskilegt að innanríkisráðuneyti greiði Rauða krossinum fyrir að gæta hagsmuna þeirra. Hún lagði til stofnun umboðsmanns flóttamanna og hælisleitenda. Atli vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda og flóttamanna sé ekki borgið með samningi innanríkisráðuneytisins við Rauða krossinn. „Þetta er tiltölulega nýtt fyrirkomulag að lögfræðingar starfa í teymi á vegum Rauða krossins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur þetta fyrirkomulag gott. Áður var gerður samningur við einstaka lögmenn og þá sneri gagnrýnin að því. Nú koma öll mál til Rauða krossins, þó að við göngum hart fram eða séum með læti, þá koma málin samt sem áður áfram til okkar. Við erum mannúðarsamtök sem vinnum að hagsmunum þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Rauði krossinn hefur langa reynslu af hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur og flóttafólk og hefur að auki ávallt aðgengi að nýjustu upplýsingum og reynslu þeirra sem vinna að þessum málum. Við erum með samstarfssamning við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og vinnum mjög náið með henni. Við erum líka hluti af ECRE, sem eru regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök í Evrópu, sem vinna að hagsmunum flóttamanna.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skrifað bréf, bæði til Útlendingastofnunar og Rauða Krossins og spurt um verklag í kringum brottvísun albanskra fjölskyldna.vísir/gvaAtli segir teymisvinnuna verða til þess að í Rauða krossinum hafi fólk yfirsýn yfir málaflokkinn. Á föstudaginn í síðustu viku skrifaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra Rauða krossinum bréf og bað um ábendingar um það sem mætti betur fara vegna umdeildrar brottvísunar albanskra fjölskyldna með veik börn. „Varðandi bréf innanríkisráðherra, þá fögnum við því og munum verða við beiðninni og senda okkar hugleiðingar, ábendingar og athugasemdir til ráðherra fljótlega. Það sem við munum fyrst fara yfir og meta er hvort framkvæmd stjórnvalda sé í samræmi við heimildir 12. gr. laga um útlendinga og þar með vilja löggjafans, segir Atli. Flóttamenn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Ég fagna hugmynd um sérstakan umboðsmann hælisleitenda og flóttamanna,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum, og segir að slík stofnun gæti verið góð viðbót í hagsmunagæslu þeirra.„Ég fagna líka áhuga þingmanna og allra á þessum málaflokki.“ Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir Útlendingastofnun ekki hafa hagsmuni flóttamanna og hælisleitenda að leiðarljósi og finnst ekki æskilegt að innanríkisráðuneyti greiði Rauða krossinum fyrir að gæta hagsmuna þeirra. Hún lagði til stofnun umboðsmanns flóttamanna og hælisleitenda. Atli vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda og flóttamanna sé ekki borgið með samningi innanríkisráðuneytisins við Rauða krossinn. „Þetta er tiltölulega nýtt fyrirkomulag að lögfræðingar starfa í teymi á vegum Rauða krossins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur þetta fyrirkomulag gott. Áður var gerður samningur við einstaka lögmenn og þá sneri gagnrýnin að því. Nú koma öll mál til Rauða krossins, þó að við göngum hart fram eða séum með læti, þá koma málin samt sem áður áfram til okkar. Við erum mannúðarsamtök sem vinnum að hagsmunum þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Rauði krossinn hefur langa reynslu af hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur og flóttafólk og hefur að auki ávallt aðgengi að nýjustu upplýsingum og reynslu þeirra sem vinna að þessum málum. Við erum með samstarfssamning við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og vinnum mjög náið með henni. Við erum líka hluti af ECRE, sem eru regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök í Evrópu, sem vinna að hagsmunum flóttamanna.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skrifað bréf, bæði til Útlendingastofnunar og Rauða Krossins og spurt um verklag í kringum brottvísun albanskra fjölskyldna.vísir/gvaAtli segir teymisvinnuna verða til þess að í Rauða krossinum hafi fólk yfirsýn yfir málaflokkinn. Á föstudaginn í síðustu viku skrifaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra Rauða krossinum bréf og bað um ábendingar um það sem mætti betur fara vegna umdeildrar brottvísunar albanskra fjölskyldna með veik börn. „Varðandi bréf innanríkisráðherra, þá fögnum við því og munum verða við beiðninni og senda okkar hugleiðingar, ábendingar og athugasemdir til ráðherra fljótlega. Það sem við munum fyrst fara yfir og meta er hvort framkvæmd stjórnvalda sé í samræmi við heimildir 12. gr. laga um útlendinga og þar með vilja löggjafans, segir Atli.
Flóttamenn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira