Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Atli Viðar Thorstensson, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum, fer yfir það sem betur mætti fara hjá stofnuninni. vísir/vilhelm „Ég fagna hugmynd um sérstakan umboðsmann hælisleitenda og flóttamanna,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum, og segir að slík stofnun gæti verið góð viðbót í hagsmunagæslu þeirra.„Ég fagna líka áhuga þingmanna og allra á þessum málaflokki.“ Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir Útlendingastofnun ekki hafa hagsmuni flóttamanna og hælisleitenda að leiðarljósi og finnst ekki æskilegt að innanríkisráðuneyti greiði Rauða krossinum fyrir að gæta hagsmuna þeirra. Hún lagði til stofnun umboðsmanns flóttamanna og hælisleitenda. Atli vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda og flóttamanna sé ekki borgið með samningi innanríkisráðuneytisins við Rauða krossinn. „Þetta er tiltölulega nýtt fyrirkomulag að lögfræðingar starfa í teymi á vegum Rauða krossins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur þetta fyrirkomulag gott. Áður var gerður samningur við einstaka lögmenn og þá sneri gagnrýnin að því. Nú koma öll mál til Rauða krossins, þó að við göngum hart fram eða séum með læti, þá koma málin samt sem áður áfram til okkar. Við erum mannúðarsamtök sem vinnum að hagsmunum þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Rauði krossinn hefur langa reynslu af hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur og flóttafólk og hefur að auki ávallt aðgengi að nýjustu upplýsingum og reynslu þeirra sem vinna að þessum málum. Við erum með samstarfssamning við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og vinnum mjög náið með henni. Við erum líka hluti af ECRE, sem eru regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök í Evrópu, sem vinna að hagsmunum flóttamanna.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skrifað bréf, bæði til Útlendingastofnunar og Rauða Krossins og spurt um verklag í kringum brottvísun albanskra fjölskyldna.vísir/gvaAtli segir teymisvinnuna verða til þess að í Rauða krossinum hafi fólk yfirsýn yfir málaflokkinn. Á föstudaginn í síðustu viku skrifaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra Rauða krossinum bréf og bað um ábendingar um það sem mætti betur fara vegna umdeildrar brottvísunar albanskra fjölskyldna með veik börn. „Varðandi bréf innanríkisráðherra, þá fögnum við því og munum verða við beiðninni og senda okkar hugleiðingar, ábendingar og athugasemdir til ráðherra fljótlega. Það sem við munum fyrst fara yfir og meta er hvort framkvæmd stjórnvalda sé í samræmi við heimildir 12. gr. laga um útlendinga og þar með vilja löggjafans, segir Atli. Flóttamenn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Ég fagna hugmynd um sérstakan umboðsmann hælisleitenda og flóttamanna,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum, og segir að slík stofnun gæti verið góð viðbót í hagsmunagæslu þeirra.„Ég fagna líka áhuga þingmanna og allra á þessum málaflokki.“ Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir Útlendingastofnun ekki hafa hagsmuni flóttamanna og hælisleitenda að leiðarljósi og finnst ekki æskilegt að innanríkisráðuneyti greiði Rauða krossinum fyrir að gæta hagsmuna þeirra. Hún lagði til stofnun umboðsmanns flóttamanna og hælisleitenda. Atli vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda og flóttamanna sé ekki borgið með samningi innanríkisráðuneytisins við Rauða krossinn. „Þetta er tiltölulega nýtt fyrirkomulag að lögfræðingar starfa í teymi á vegum Rauða krossins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur þetta fyrirkomulag gott. Áður var gerður samningur við einstaka lögmenn og þá sneri gagnrýnin að því. Nú koma öll mál til Rauða krossins, þó að við göngum hart fram eða séum með læti, þá koma málin samt sem áður áfram til okkar. Við erum mannúðarsamtök sem vinnum að hagsmunum þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Rauði krossinn hefur langa reynslu af hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur og flóttafólk og hefur að auki ávallt aðgengi að nýjustu upplýsingum og reynslu þeirra sem vinna að þessum málum. Við erum með samstarfssamning við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og vinnum mjög náið með henni. Við erum líka hluti af ECRE, sem eru regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök í Evrópu, sem vinna að hagsmunum flóttamanna.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skrifað bréf, bæði til Útlendingastofnunar og Rauða Krossins og spurt um verklag í kringum brottvísun albanskra fjölskyldna.vísir/gvaAtli segir teymisvinnuna verða til þess að í Rauða krossinum hafi fólk yfirsýn yfir málaflokkinn. Á föstudaginn í síðustu viku skrifaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra Rauða krossinum bréf og bað um ábendingar um það sem mætti betur fara vegna umdeildrar brottvísunar albanskra fjölskyldna með veik börn. „Varðandi bréf innanríkisráðherra, þá fögnum við því og munum verða við beiðninni og senda okkar hugleiðingar, ábendingar og athugasemdir til ráðherra fljótlega. Það sem við munum fyrst fara yfir og meta er hvort framkvæmd stjórnvalda sé í samræmi við heimildir 12. gr. laga um útlendinga og þar með vilja löggjafans, segir Atli.
Flóttamenn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira