Júlía fordæmir þá sem leita uppi kynlífsmyndbandið Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2015 13:57 Júlía Birgis: Segir þá sem vilja finna myndbandið vera að fremja alvarlegt kynferðisbrot gegn sér. Júlía Birgisdóttir kom fram í viðtali í Kastljósi gærkvöldsins og greindi frá því að maður sem hún var áður í sambandi við hafi tekið upp myndband af þeim í ástaratlotum, að henni forspurðri og dreift á netið. Það mun nú vera komið á fjölda erlendra klámsíðna. Viðtalið vakti mikla athygli og á Facebooksíðu Júlíu hrannast inn stuðningsyfirlýsingar, og þykir hún hafa sýnt mikinn kjark með því að stíga fram með sín mál.Ekki hefndarklám Júlía hefur kært viðkomandi og tók hún meðal annars fram í viðtalinu að hún telur af og frá að flokka þennan gjörning sem hefndarklám svokallað heldur stafrænt kynferðisbrot. Það gerir og lögmaður hennar Gísli Tryggvason. Júlía skrifar í kjölfar Kastljósþáttarins pistil þar sem hún svarar þeirri spurningu, sem hún telur brenna á mörgum, sem er sú hvers vegna hún hafi komið fram undir nafni og mynd. „Fyrst vil ég segja að ENGINN vill vera þekktur fyrir þetta og höfum það alveg á hreinu að það er ekki athygli sem ég sækist eftir. En þegar eitthvað er komið á netið þá fer það aldrei og þetta myndband mun elta mig út lífið,“ segir Júlía og segir að hún hafi átt tvo kosti í stöðunni:Vildi ekki lifa í ótta „Annað hvort að vera hrædd og fela mig; lifa í stöðugum ótta að einhver myndi finna myndbandið og nota það gegn mér. Eða ég gat komið fram á eigin forsendum og ákveðið að enginn fær að hræða mig með þessu.“ Júlía vonar að þetta geti orðið til að hjálpa þeim sem eru í svipuðum sporum og hún, en pistlinum lýkur hún með því að fordæma þá sem vilja leita þetta myndband uppi: „Til þeirra sem vilja finna myndbandið og horfa á segi ég: ef þið finnið video-ið og horfið, skulið þið gera ykkur grein fyrir því að þetta er alvarlegt kynferðisbrot gegn mér sem þið eruð að horfa á! Þið eruð ekkert betri en sá sem tók það upp og dreifði því. Skömmin er ekki mín! Hún er ykkar!“Helga Arnar og Kastljósið fjölluðu í kvöld um kærumál sem ég er með í gangi sem ég vil kalla stafrænt kynferðisbrot. (Þ...Posted by Júlía Birgis on 15. desember 2015 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Júlía Birgisdóttir kom fram í viðtali í Kastljósi gærkvöldsins og greindi frá því að maður sem hún var áður í sambandi við hafi tekið upp myndband af þeim í ástaratlotum, að henni forspurðri og dreift á netið. Það mun nú vera komið á fjölda erlendra klámsíðna. Viðtalið vakti mikla athygli og á Facebooksíðu Júlíu hrannast inn stuðningsyfirlýsingar, og þykir hún hafa sýnt mikinn kjark með því að stíga fram með sín mál.Ekki hefndarklám Júlía hefur kært viðkomandi og tók hún meðal annars fram í viðtalinu að hún telur af og frá að flokka þennan gjörning sem hefndarklám svokallað heldur stafrænt kynferðisbrot. Það gerir og lögmaður hennar Gísli Tryggvason. Júlía skrifar í kjölfar Kastljósþáttarins pistil þar sem hún svarar þeirri spurningu, sem hún telur brenna á mörgum, sem er sú hvers vegna hún hafi komið fram undir nafni og mynd. „Fyrst vil ég segja að ENGINN vill vera þekktur fyrir þetta og höfum það alveg á hreinu að það er ekki athygli sem ég sækist eftir. En þegar eitthvað er komið á netið þá fer það aldrei og þetta myndband mun elta mig út lífið,“ segir Júlía og segir að hún hafi átt tvo kosti í stöðunni:Vildi ekki lifa í ótta „Annað hvort að vera hrædd og fela mig; lifa í stöðugum ótta að einhver myndi finna myndbandið og nota það gegn mér. Eða ég gat komið fram á eigin forsendum og ákveðið að enginn fær að hræða mig með þessu.“ Júlía vonar að þetta geti orðið til að hjálpa þeim sem eru í svipuðum sporum og hún, en pistlinum lýkur hún með því að fordæma þá sem vilja leita þetta myndband uppi: „Til þeirra sem vilja finna myndbandið og horfa á segi ég: ef þið finnið video-ið og horfið, skulið þið gera ykkur grein fyrir því að þetta er alvarlegt kynferðisbrot gegn mér sem þið eruð að horfa á! Þið eruð ekkert betri en sá sem tók það upp og dreifði því. Skömmin er ekki mín! Hún er ykkar!“Helga Arnar og Kastljósið fjölluðu í kvöld um kærumál sem ég er með í gangi sem ég vil kalla stafrænt kynferðisbrot. (Þ...Posted by Júlía Birgis on 15. desember 2015
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira