Sextíu milljónir í tilgangslaus passamál Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 17. desember 2015 07:00 Oft vaknar grunur um að fórnarlömb mansals séu vistuð í fangelsum landsins. vísir/anton brink „Þetta er fáránlegt. Þetta skilar einvörðungu álagi á fangelsiskerfið og er óþarfi,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri um svokölluð passamál erlenda ríkisborgara sem eru handteknir fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins. Frá 2010 hafa 168 einstaklingar verið dæmdir og setið í íslenskum fangelsum vegna þessa. Sólarhringur í fangelsi á Íslandi kostar um það bil 24 þúsund krónur á hvern fanga. Sé kostnaður vegna þessa gróflega reiknaður eru það rúmlega 60 milljónir. Inni í því er ekki lögfræðikostnaður og annar kostnaður sem greiðist af ríkinu vegna fyrirtöku málanna í íslenskum dómstólum. Páll segir Fangelsismálastofnun ítrekað hafa bent yfirvöldum á að engu skili að fangelsa þessa einstaklinga sem um ræðir. „Refsing skilar engu og hefur ekki þau varnaðaráhrif sem refsingar eiga að hafa. Haldið þið að það skipti sköpum fyrir manneskju sem er að taka ákvörðun um að flýja heimalandið á fölsuðum vegabréfum að hún verði hugsanlega látin sitja inni á Íslandi í fimmtán daga?“ Dómurinn fyrir brot af þessu tagi er langoftast þrjátíu daga fangelsisvist, en að því gefnu að fólk brjóti engin agaviðurlög á meðan á vistinni stendur situr það aðeins inni í fimmtán daga.Páll Winkelvísir/andri marinóNokkuð hefur verið fjallað um plássleysi í fangelsiskerfinu hér á landi, en tæplega fimm hundruð manns eru nú á biðlista eftir að hefja afplánun. „Það skilar engu að fangelsa þetta fólk. Það kostar pening og tekur pláss.“ Páll segir flesta þá sem eru handteknir einungis vera að millilenda hér á leið sinni annað. Hann segir grunsemdir oft hafa vaknað um að viðkomandi sé fórnarlamb mansals og sé sent milli landa á fölsuðum vegabréfum. Fólkið stoppar stutt við, því sé erfitt að veita því hjálp og í mörgum tilfellum eigi starfsfólk fangelsanna erfitt með að skilja viðkomandi. „Það sem við sjáum að mörg eiga sameiginlegt er að þau eiga mjög erfitt. Fólk er illa statt. Flestir eru að flýja slæmar aðstæður og hafa engin tengsl við Ísland. Við fangelsum þetta fólk og til hvers? Það hefur engin áhrif, fólkið situr inni í 15 daga og er svo bara farið úr landi,“ segir hann. Afplánun þessa fólks á sér stað í beinu framhaldi af gæsluvarðhaldi og því er það í forgangi að hefja afplánun. „Við höfum velt því fyrir okkur þegar staðan er hvað erfiðust að hleypa þeim bara út. Einhvern tímann var þessi stefna mótuð að taka hart á þessu fólki og dæma það í óskilorðsbundið fangelsi.“ Flestir þeir sem teknir hafa verið við komu til landsins eru frá Nígeríu og Íran, eða 19 frá hvoru landi. Þá hafa sextán verið gripnir frá Sómalíu, fimmtán frá Albaníu, fjórtán frá Georgíu og þrettán frá Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt. Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
„Þetta er fáránlegt. Þetta skilar einvörðungu álagi á fangelsiskerfið og er óþarfi,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri um svokölluð passamál erlenda ríkisborgara sem eru handteknir fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins. Frá 2010 hafa 168 einstaklingar verið dæmdir og setið í íslenskum fangelsum vegna þessa. Sólarhringur í fangelsi á Íslandi kostar um það bil 24 þúsund krónur á hvern fanga. Sé kostnaður vegna þessa gróflega reiknaður eru það rúmlega 60 milljónir. Inni í því er ekki lögfræðikostnaður og annar kostnaður sem greiðist af ríkinu vegna fyrirtöku málanna í íslenskum dómstólum. Páll segir Fangelsismálastofnun ítrekað hafa bent yfirvöldum á að engu skili að fangelsa þessa einstaklinga sem um ræðir. „Refsing skilar engu og hefur ekki þau varnaðaráhrif sem refsingar eiga að hafa. Haldið þið að það skipti sköpum fyrir manneskju sem er að taka ákvörðun um að flýja heimalandið á fölsuðum vegabréfum að hún verði hugsanlega látin sitja inni á Íslandi í fimmtán daga?“ Dómurinn fyrir brot af þessu tagi er langoftast þrjátíu daga fangelsisvist, en að því gefnu að fólk brjóti engin agaviðurlög á meðan á vistinni stendur situr það aðeins inni í fimmtán daga.Páll Winkelvísir/andri marinóNokkuð hefur verið fjallað um plássleysi í fangelsiskerfinu hér á landi, en tæplega fimm hundruð manns eru nú á biðlista eftir að hefja afplánun. „Það skilar engu að fangelsa þetta fólk. Það kostar pening og tekur pláss.“ Páll segir flesta þá sem eru handteknir einungis vera að millilenda hér á leið sinni annað. Hann segir grunsemdir oft hafa vaknað um að viðkomandi sé fórnarlamb mansals og sé sent milli landa á fölsuðum vegabréfum. Fólkið stoppar stutt við, því sé erfitt að veita því hjálp og í mörgum tilfellum eigi starfsfólk fangelsanna erfitt með að skilja viðkomandi. „Það sem við sjáum að mörg eiga sameiginlegt er að þau eiga mjög erfitt. Fólk er illa statt. Flestir eru að flýja slæmar aðstæður og hafa engin tengsl við Ísland. Við fangelsum þetta fólk og til hvers? Það hefur engin áhrif, fólkið situr inni í 15 daga og er svo bara farið úr landi,“ segir hann. Afplánun þessa fólks á sér stað í beinu framhaldi af gæsluvarðhaldi og því er það í forgangi að hefja afplánun. „Við höfum velt því fyrir okkur þegar staðan er hvað erfiðust að hleypa þeim bara út. Einhvern tímann var þessi stefna mótuð að taka hart á þessu fólki og dæma það í óskilorðsbundið fangelsi.“ Flestir þeir sem teknir hafa verið við komu til landsins eru frá Nígeríu og Íran, eða 19 frá hvoru landi. Þá hafa sextán verið gripnir frá Sómalíu, fimmtán frá Albaníu, fjórtán frá Georgíu og þrettán frá Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt.
Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira