Sakar þingminnihluta um svik Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2015 08:00 Hart er deilt á Alþingi síðustu dagana fyrir jólafrí. vísir/ernir Til átaka kom á Alþingi í gær þegar minnihlutinn á þingi lagði til breytingartillögu um dagskrá þingsins. Vildi stjórnarminnihlutinn setja húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur framar á dagskrá. Meirihlutinn vildi meina að þetta væru svik við gert samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Til stóð að halda þriðju og síðustu umræðu um frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar sem miðar að því að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Minnihlutinn á þingi hefur harðlega mótmælt fyrirhuguðum breytingum á málaflokknum. Hafa umræður um það mál staðið í heild í yfir 40 klukkustundir á þingi, eða lengst allra mála ef fjárlagafrumvarpið er undanskilið.Árni Páll Árnason„Ástæða þessarar tillögu er sú að nú er farið að sneyðast um tíma í þingstörfum og þá setur stjórnarmeirihlutinn á dagskrá mál sem skiptir í sjálfu sér engu sérstöku máli hvort afgreiðist einum mánuðinum fyrr eða seinna, á sama tíma og brýn mál bíða umræðu og úrlausnar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í umræðum um atkvæðagreiðsluna. „Nú eftir tveggja og hálfs árs bið er loksins farið að glitta í að ríkisstjórnin leggi eitthvað til í húsnæðismálum og það bíður hér umræðu frumvarp um húsnæðisbætur,“ bætti Árni við.Ásmundur Einar DaðasonÁsmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í ræðu þetta vera hrein svik við það samkomulag sem hafði verið gert við stjórnarandstöðuna sem má rekja aftur til síðasta þings. „Það var samkomulag um að klára þau fyrir október. Síðan var gert samkomulag um að klára málið á haustþingi og við vinnslu málsins var einnig samkomulag um að málið kæmi til þings að lokinni annarri umræðu fjárlaga. Því er háttvirtur þingmaður, Árni Páll Árnason, ekki að brjóta það samkomulag einu sinni, ekki tvisvar heldur nú í þriðja sinn,“ sagði Ásmundur Einar.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra.Umræður um tillöguna stóðu í rúma klukkustund áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók þessa umræðu nærri sér og sagði virðingu Alþingis gjalda fyrir umræðuna. „Ég finn til með að þurfa að sitja undir þessari klukkustundar óþarfa umræðu um það mál sem kom þó fyrst til umræðu hér í haust,“ sagði Sigrún. „Þessi firring sem hefur átt sér stað síðastliðinn klukkutíma er það sem setur virðingu Alþingis niður.“ Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Til átaka kom á Alþingi í gær þegar minnihlutinn á þingi lagði til breytingartillögu um dagskrá þingsins. Vildi stjórnarminnihlutinn setja húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur framar á dagskrá. Meirihlutinn vildi meina að þetta væru svik við gert samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Til stóð að halda þriðju og síðustu umræðu um frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar sem miðar að því að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Minnihlutinn á þingi hefur harðlega mótmælt fyrirhuguðum breytingum á málaflokknum. Hafa umræður um það mál staðið í heild í yfir 40 klukkustundir á þingi, eða lengst allra mála ef fjárlagafrumvarpið er undanskilið.Árni Páll Árnason„Ástæða þessarar tillögu er sú að nú er farið að sneyðast um tíma í þingstörfum og þá setur stjórnarmeirihlutinn á dagskrá mál sem skiptir í sjálfu sér engu sérstöku máli hvort afgreiðist einum mánuðinum fyrr eða seinna, á sama tíma og brýn mál bíða umræðu og úrlausnar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í umræðum um atkvæðagreiðsluna. „Nú eftir tveggja og hálfs árs bið er loksins farið að glitta í að ríkisstjórnin leggi eitthvað til í húsnæðismálum og það bíður hér umræðu frumvarp um húsnæðisbætur,“ bætti Árni við.Ásmundur Einar DaðasonÁsmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í ræðu þetta vera hrein svik við það samkomulag sem hafði verið gert við stjórnarandstöðuna sem má rekja aftur til síðasta þings. „Það var samkomulag um að klára þau fyrir október. Síðan var gert samkomulag um að klára málið á haustþingi og við vinnslu málsins var einnig samkomulag um að málið kæmi til þings að lokinni annarri umræðu fjárlaga. Því er háttvirtur þingmaður, Árni Páll Árnason, ekki að brjóta það samkomulag einu sinni, ekki tvisvar heldur nú í þriðja sinn,“ sagði Ásmundur Einar.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra.Umræður um tillöguna stóðu í rúma klukkustund áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók þessa umræðu nærri sér og sagði virðingu Alþingis gjalda fyrir umræðuna. „Ég finn til með að þurfa að sitja undir þessari klukkustundar óþarfa umræðu um það mál sem kom þó fyrst til umræðu hér í haust,“ sagði Sigrún. „Þessi firring sem hefur átt sér stað síðastliðinn klukkutíma er það sem setur virðingu Alþingis niður.“
Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira