Sakar þingminnihluta um svik Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2015 08:00 Hart er deilt á Alþingi síðustu dagana fyrir jólafrí. vísir/ernir Til átaka kom á Alþingi í gær þegar minnihlutinn á þingi lagði til breytingartillögu um dagskrá þingsins. Vildi stjórnarminnihlutinn setja húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur framar á dagskrá. Meirihlutinn vildi meina að þetta væru svik við gert samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Til stóð að halda þriðju og síðustu umræðu um frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar sem miðar að því að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Minnihlutinn á þingi hefur harðlega mótmælt fyrirhuguðum breytingum á málaflokknum. Hafa umræður um það mál staðið í heild í yfir 40 klukkustundir á þingi, eða lengst allra mála ef fjárlagafrumvarpið er undanskilið.Árni Páll Árnason„Ástæða þessarar tillögu er sú að nú er farið að sneyðast um tíma í þingstörfum og þá setur stjórnarmeirihlutinn á dagskrá mál sem skiptir í sjálfu sér engu sérstöku máli hvort afgreiðist einum mánuðinum fyrr eða seinna, á sama tíma og brýn mál bíða umræðu og úrlausnar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í umræðum um atkvæðagreiðsluna. „Nú eftir tveggja og hálfs árs bið er loksins farið að glitta í að ríkisstjórnin leggi eitthvað til í húsnæðismálum og það bíður hér umræðu frumvarp um húsnæðisbætur,“ bætti Árni við.Ásmundur Einar DaðasonÁsmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í ræðu þetta vera hrein svik við það samkomulag sem hafði verið gert við stjórnarandstöðuna sem má rekja aftur til síðasta þings. „Það var samkomulag um að klára þau fyrir október. Síðan var gert samkomulag um að klára málið á haustþingi og við vinnslu málsins var einnig samkomulag um að málið kæmi til þings að lokinni annarri umræðu fjárlaga. Því er háttvirtur þingmaður, Árni Páll Árnason, ekki að brjóta það samkomulag einu sinni, ekki tvisvar heldur nú í þriðja sinn,“ sagði Ásmundur Einar.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra.Umræður um tillöguna stóðu í rúma klukkustund áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók þessa umræðu nærri sér og sagði virðingu Alþingis gjalda fyrir umræðuna. „Ég finn til með að þurfa að sitja undir þessari klukkustundar óþarfa umræðu um það mál sem kom þó fyrst til umræðu hér í haust,“ sagði Sigrún. „Þessi firring sem hefur átt sér stað síðastliðinn klukkutíma er það sem setur virðingu Alþingis niður.“ Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Til átaka kom á Alþingi í gær þegar minnihlutinn á þingi lagði til breytingartillögu um dagskrá þingsins. Vildi stjórnarminnihlutinn setja húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur framar á dagskrá. Meirihlutinn vildi meina að þetta væru svik við gert samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Til stóð að halda þriðju og síðustu umræðu um frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar sem miðar að því að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Minnihlutinn á þingi hefur harðlega mótmælt fyrirhuguðum breytingum á málaflokknum. Hafa umræður um það mál staðið í heild í yfir 40 klukkustundir á þingi, eða lengst allra mála ef fjárlagafrumvarpið er undanskilið.Árni Páll Árnason„Ástæða þessarar tillögu er sú að nú er farið að sneyðast um tíma í þingstörfum og þá setur stjórnarmeirihlutinn á dagskrá mál sem skiptir í sjálfu sér engu sérstöku máli hvort afgreiðist einum mánuðinum fyrr eða seinna, á sama tíma og brýn mál bíða umræðu og úrlausnar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í umræðum um atkvæðagreiðsluna. „Nú eftir tveggja og hálfs árs bið er loksins farið að glitta í að ríkisstjórnin leggi eitthvað til í húsnæðismálum og það bíður hér umræðu frumvarp um húsnæðisbætur,“ bætti Árni við.Ásmundur Einar DaðasonÁsmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í ræðu þetta vera hrein svik við það samkomulag sem hafði verið gert við stjórnarandstöðuna sem má rekja aftur til síðasta þings. „Það var samkomulag um að klára þau fyrir október. Síðan var gert samkomulag um að klára málið á haustþingi og við vinnslu málsins var einnig samkomulag um að málið kæmi til þings að lokinni annarri umræðu fjárlaga. Því er háttvirtur þingmaður, Árni Páll Árnason, ekki að brjóta það samkomulag einu sinni, ekki tvisvar heldur nú í þriðja sinn,“ sagði Ásmundur Einar.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra.Umræður um tillöguna stóðu í rúma klukkustund áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók þessa umræðu nærri sér og sagði virðingu Alþingis gjalda fyrir umræðuna. „Ég finn til með að þurfa að sitja undir þessari klukkustundar óþarfa umræðu um það mál sem kom þó fyrst til umræðu hér í haust,“ sagði Sigrún. „Þessi firring sem hefur átt sér stað síðastliðinn klukkutíma er það sem setur virðingu Alþingis niður.“
Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira