Erlent

Friðarviðræðum vegna Jemen hætt

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá viðræðunum í Sviss.
Frá viðræðunum í Sviss. Vísir/EPA
Búið er að slíta friðarviðræðum í Sviss, þar sem stríðandi fylkingar reyndu að stöðva átta ára styrjöld í Jemen. Hútar segjast ekki ætla að setjast aftur við samningaborðið fyrr en Sameinuðu þjóðirnar fordæmi vopnahlésrof andstæðinga sinna. Hútar eru einnig sakaðir um að hafa rofið vopnahléið sem sett var á á þriðjudaginn.

Í Jemen berjast Hútar og aðrar sveitir, þar á meðal fyrrum hermenn, gegn stuðningsmönnum núverandi stjórnvalda og bandalagi Sáda. Hlutlausir eftirlitsaðilar segja þó að báðar hliðar hafi ekki virt vopnahléið. samkvæmt frétt Guardian

Sjá einnig: Hið gleymda stríð: Friðarviðræður hafnar

Fréttaveitan Reuters sagði frá því fyrr í dag að hersveitir hliðhollar stjórnvöldum hefðu hertekið borg í landinu þrátt fyrir vopnahléið. Bardagar höfðu þá staðið yfir í tvo daga. Þá var tveimur eldflaugum skotið að Sádi-Arabíu frá Jemen í morgun. Sádar segja að önnur þeirra hafi verið skotin niður yfir Jemen en að hin hafi lent í eyðimörk. Báðir aðilar hafa ítrekað sakað hvorn annan um að brjóta gegn vopnahléinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×