Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2015 22:50 Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Vísir/Vilhelm Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík hefur tekið ákvörðun um að aflýsa áður boðuðu verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í kvöld. Er kjaradeilan áfram óleyst en samkvæmt heimildum Vísis var tekin sú ákvörðun að fresta verkfallinu vegna þess að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Samkvæmt heimildum Vísis er starfsfólk álversins afar óánægt með þessa ákvörðun og íhugar uppsagnir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samninganefndin sendi á starfsmenn álversins fyrr í kvöld en þar segir að það sé gagnslaust að halda verkfallinu til streitu í ljósi þess að ítrekað hafi komið fram hótanir um að álverinu verði lokað. Segir samninganefndin kröfu starfsfólksins hafa verið skýra. Var farið fram á sambærilegar launahækkanir og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði og var áréttað að í engum kjarasamningum hafi starfsmenn þurft að semja frá sér störf yfir í annað og lakara launa- og réttindakerfi. Segir í tilkynningunni til starfsmanna að kjarasamningur verkalýðsfélaganna við ISAL hafi tryggt fyrirtækinu meiri vinnufrið og stöðugt og gott aðgengi að starfsfólki. Því sé það starfsfólkinu þungbært að upplifa sig sem leiksoppa í hagsmunatafli RioTinto gegn launafólki víðs vegar um heiminn. Í tilkynningunni kemur fram að meginforsenda þess að verkföll skili árangri sé að báðir aðilir vilji ná samningi og að báðir aðilar hyggist halda starfsemi áfram. Segir jafnframt að þessar forsendur skorti að því er virðist af hálfu Ríó Tintó. Þá er því haldið fram að ýmislegt sé á huldu um raunverulega tilætlan Ríó Tintó en í tilkynningunni kemur fram að flest virðist þó að mati verkaðlýðsfélaganna benda til að tilgangur þeirra sé að ná einhvers konar samningsstöðu gagnvart íslenskum stjórnvöldum eða að komast hjá því að bera sjálfir ábyrgð á ákvörðunum sínum um framtíð álversins í Straumsvík. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík hefur tekið ákvörðun um að aflýsa áður boðuðu verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í kvöld. Er kjaradeilan áfram óleyst en samkvæmt heimildum Vísis var tekin sú ákvörðun að fresta verkfallinu vegna þess að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Samkvæmt heimildum Vísis er starfsfólk álversins afar óánægt með þessa ákvörðun og íhugar uppsagnir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samninganefndin sendi á starfsmenn álversins fyrr í kvöld en þar segir að það sé gagnslaust að halda verkfallinu til streitu í ljósi þess að ítrekað hafi komið fram hótanir um að álverinu verði lokað. Segir samninganefndin kröfu starfsfólksins hafa verið skýra. Var farið fram á sambærilegar launahækkanir og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði og var áréttað að í engum kjarasamningum hafi starfsmenn þurft að semja frá sér störf yfir í annað og lakara launa- og réttindakerfi. Segir í tilkynningunni til starfsmanna að kjarasamningur verkalýðsfélaganna við ISAL hafi tryggt fyrirtækinu meiri vinnufrið og stöðugt og gott aðgengi að starfsfólki. Því sé það starfsfólkinu þungbært að upplifa sig sem leiksoppa í hagsmunatafli RioTinto gegn launafólki víðs vegar um heiminn. Í tilkynningunni kemur fram að meginforsenda þess að verkföll skili árangri sé að báðir aðilir vilji ná samningi og að báðir aðilar hyggist halda starfsemi áfram. Segir jafnframt að þessar forsendur skorti að því er virðist af hálfu Ríó Tintó. Þá er því haldið fram að ýmislegt sé á huldu um raunverulega tilætlan Ríó Tintó en í tilkynningunni kemur fram að flest virðist þó að mati verkaðlýðsfélaganna benda til að tilgangur þeirra sé að ná einhvers konar samningsstöðu gagnvart íslenskum stjórnvöldum eða að komast hjá því að bera sjálfir ábyrgð á ákvörðunum sínum um framtíð álversins í Straumsvík.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent