Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2015 22:50 Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Vísir/Vilhelm Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík hefur tekið ákvörðun um að aflýsa áður boðuðu verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í kvöld. Er kjaradeilan áfram óleyst en samkvæmt heimildum Vísis var tekin sú ákvörðun að fresta verkfallinu vegna þess að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Samkvæmt heimildum Vísis er starfsfólk álversins afar óánægt með þessa ákvörðun og íhugar uppsagnir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samninganefndin sendi á starfsmenn álversins fyrr í kvöld en þar segir að það sé gagnslaust að halda verkfallinu til streitu í ljósi þess að ítrekað hafi komið fram hótanir um að álverinu verði lokað. Segir samninganefndin kröfu starfsfólksins hafa verið skýra. Var farið fram á sambærilegar launahækkanir og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði og var áréttað að í engum kjarasamningum hafi starfsmenn þurft að semja frá sér störf yfir í annað og lakara launa- og réttindakerfi. Segir í tilkynningunni til starfsmanna að kjarasamningur verkalýðsfélaganna við ISAL hafi tryggt fyrirtækinu meiri vinnufrið og stöðugt og gott aðgengi að starfsfólki. Því sé það starfsfólkinu þungbært að upplifa sig sem leiksoppa í hagsmunatafli RioTinto gegn launafólki víðs vegar um heiminn. Í tilkynningunni kemur fram að meginforsenda þess að verkföll skili árangri sé að báðir aðilir vilji ná samningi og að báðir aðilar hyggist halda starfsemi áfram. Segir jafnframt að þessar forsendur skorti að því er virðist af hálfu Ríó Tintó. Þá er því haldið fram að ýmislegt sé á huldu um raunverulega tilætlan Ríó Tintó en í tilkynningunni kemur fram að flest virðist þó að mati verkaðlýðsfélaganna benda til að tilgangur þeirra sé að ná einhvers konar samningsstöðu gagnvart íslenskum stjórnvöldum eða að komast hjá því að bera sjálfir ábyrgð á ákvörðunum sínum um framtíð álversins í Straumsvík. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík hefur tekið ákvörðun um að aflýsa áður boðuðu verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í kvöld. Er kjaradeilan áfram óleyst en samkvæmt heimildum Vísis var tekin sú ákvörðun að fresta verkfallinu vegna þess að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Samkvæmt heimildum Vísis er starfsfólk álversins afar óánægt með þessa ákvörðun og íhugar uppsagnir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samninganefndin sendi á starfsmenn álversins fyrr í kvöld en þar segir að það sé gagnslaust að halda verkfallinu til streitu í ljósi þess að ítrekað hafi komið fram hótanir um að álverinu verði lokað. Segir samninganefndin kröfu starfsfólksins hafa verið skýra. Var farið fram á sambærilegar launahækkanir og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði og var áréttað að í engum kjarasamningum hafi starfsmenn þurft að semja frá sér störf yfir í annað og lakara launa- og réttindakerfi. Segir í tilkynningunni til starfsmanna að kjarasamningur verkalýðsfélaganna við ISAL hafi tryggt fyrirtækinu meiri vinnufrið og stöðugt og gott aðgengi að starfsfólki. Því sé það starfsfólkinu þungbært að upplifa sig sem leiksoppa í hagsmunatafli RioTinto gegn launafólki víðs vegar um heiminn. Í tilkynningunni kemur fram að meginforsenda þess að verkföll skili árangri sé að báðir aðilir vilji ná samningi og að báðir aðilar hyggist halda starfsemi áfram. Segir jafnframt að þessar forsendur skorti að því er virðist af hálfu Ríó Tintó. Þá er því haldið fram að ýmislegt sé á huldu um raunverulega tilætlan Ríó Tintó en í tilkynningunni kemur fram að flest virðist þó að mati verkaðlýðsfélaganna benda til að tilgangur þeirra sé að ná einhvers konar samningsstöðu gagnvart íslenskum stjórnvöldum eða að komast hjá því að bera sjálfir ábyrgð á ákvörðunum sínum um framtíð álversins í Straumsvík.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00