Fótbolti

Forsætisráðherra Frakka ekki hrifinn af Benzema

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Benzema fagnar í leik með Frökkum.
Benzema fagnar í leik með Frökkum. vísir/getty

Eins og áður hefur komið fram hafa einhverjir einstaklingar reynt að kúga peninga úr knattspyrnumanninum franska, Mathieu Valbuena, og framherjinn Karim Benzema er grunaður um að eiga aðild að málinu.

Forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, er ekki hrifinn af því að Benzema sé grunaður um virka aðild að málinu og vill því ekki sjá hann í landsliðinu.

Benzema var handtekinn vegna málsins og má ekki tala við Valbuena meðan á rannsókn málsins stendur.

„Íþróttamenn eiga ekki að njóta einhverrar sérmeðferðar og ef hann kom að þessu máli þá á hann ekki að koma nálægt franska landsliðinu," sagði Valls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×