Ný náttúruverndarlög rústa þúsund ára sáttmála Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2015 09:10 Jónasi er ekki skemmt. Óbyggðirnar kalla en þangað komast ferðamenn ekki nema þá á þyrlu. visir/gva „Nýju náttúruverndarlögin, sem alþingi samþykkti einróma, brjóta þúsund ára hefð um réttarstöðu landeigenda og ferðamanna. Allt frá Jónsbók fornaldar til þessa dags giltu ýtarlegar reglur, sem byggðust á lausn fyrri þrætumála. Um reglurnar var friður í þúsund ár. Nú er vald yfir ferðum fólks fært til landeiganda og ráðherra,“ skrifar Jónas Kristjánsson ritstjóri á bloggsíðu sína jonas.is. Jónas má heita sérfróður í þessum efnum, hann hefur fjallað ítarlega um þessi mál í ræðu og riti árum og áratugum saman. Má í því sambandi nefna margverðlaunaðan doðrantinn Þúsund og ein þjóðleið sem kom út árið 2011 sem fjallar um ýmsar götur fornar og nýjar sem liggja um landið. Þetta er honum hjartans mál. Jónas er hestamaður og hefur sem slíkur farið um landið þvert og endilangt. Hann segir að hvorki hafi verið ráðgast við sig né nokkurn þann sem þekkir málið. Reglurnar sem Jónas vísar til eru eftirfarandi: „Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna: 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ 8. gr. „Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna: 5. mgr. orðast svo: Ráðherra getur í reglugerð sett nánari ákvæði um umferð ríðandi manna og rekstur hrossa.“ Er einsýnt að þarna er ferðafrelsi takmarkað. Afréttir og óbyggðir eru umlukt landi í byggð og vonlaust að komast þangað nema þá með þyrlu, nema þá að fengnu sérstöku leyfi landeigenda og eða ráðamanna. Með þessu er lagður steinn í götu allra ferðamanna, veiðimenn allir munu eiga óhægt um vik sem og hestamenn. Jónas gerir málið að umtalsefni á Facebooksíðu sinni þar sem hann rekur ýmis dæmi um leiðir sem hljóta að lokast þá er lögin taka gildi. Ljóst að honum þykir þarna sérlega illa að verki staðið: „Að svikunum standa allir þingflokkar, þar á meðal Vinstri grænir og Píratar. Svandís Svavarsdóttir laug blákalt í Kastljósi, að breytingarnar væru alls engar breytingar. Þingmenn pírata hafa sér til afsökunar að fara lítið úr borginni og vita lítið um víðernin. En þeir hafa ekki enn beðizt afsökunar.“ Alþingi Tengdar fréttir Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15 Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ „Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 19. febrúar 2014 15:51 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Nýju náttúruverndarlögin, sem alþingi samþykkti einróma, brjóta þúsund ára hefð um réttarstöðu landeigenda og ferðamanna. Allt frá Jónsbók fornaldar til þessa dags giltu ýtarlegar reglur, sem byggðust á lausn fyrri þrætumála. Um reglurnar var friður í þúsund ár. Nú er vald yfir ferðum fólks fært til landeiganda og ráðherra,“ skrifar Jónas Kristjánsson ritstjóri á bloggsíðu sína jonas.is. Jónas má heita sérfróður í þessum efnum, hann hefur fjallað ítarlega um þessi mál í ræðu og riti árum og áratugum saman. Má í því sambandi nefna margverðlaunaðan doðrantinn Þúsund og ein þjóðleið sem kom út árið 2011 sem fjallar um ýmsar götur fornar og nýjar sem liggja um landið. Þetta er honum hjartans mál. Jónas er hestamaður og hefur sem slíkur farið um landið þvert og endilangt. Hann segir að hvorki hafi verið ráðgast við sig né nokkurn þann sem þekkir málið. Reglurnar sem Jónas vísar til eru eftirfarandi: „Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna: 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ 8. gr. „Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna: 5. mgr. orðast svo: Ráðherra getur í reglugerð sett nánari ákvæði um umferð ríðandi manna og rekstur hrossa.“ Er einsýnt að þarna er ferðafrelsi takmarkað. Afréttir og óbyggðir eru umlukt landi í byggð og vonlaust að komast þangað nema þá með þyrlu, nema þá að fengnu sérstöku leyfi landeigenda og eða ráðamanna. Með þessu er lagður steinn í götu allra ferðamanna, veiðimenn allir munu eiga óhægt um vik sem og hestamenn. Jónas gerir málið að umtalsefni á Facebooksíðu sinni þar sem hann rekur ýmis dæmi um leiðir sem hljóta að lokast þá er lögin taka gildi. Ljóst að honum þykir þarna sérlega illa að verki staðið: „Að svikunum standa allir þingflokkar, þar á meðal Vinstri grænir og Píratar. Svandís Svavarsdóttir laug blákalt í Kastljósi, að breytingarnar væru alls engar breytingar. Þingmenn pírata hafa sér til afsökunar að fara lítið úr borginni og vita lítið um víðernin. En þeir hafa ekki enn beðizt afsökunar.“
Alþingi Tengdar fréttir Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15 Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ „Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 19. febrúar 2014 15:51 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15
Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ „Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 19. febrúar 2014 15:51