Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2014 15:51 Höskuldur Þórhallsson, formaður nefndarinnar (t.v.), og Katrín Jakobsdóttir varaformaður. vísir/gva/stefán Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur gengið frá nefndaráliti um náttúruverndarlög þar sem lagt er til að gildistöku þeirra verði frestað til 1. júlí 2015 í stað þess að þau verði felld úr gildi. „Við höfum tilgreint nokkur atriði umfram önnur sem við teljum að þurfi að skoða,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar, í samtali við Vísi. „Í mínum huga er það sögulegur viðburður þegar það næst sátt um jafn viðamikið og umdeilt mál og lög um náttúruvernd vissulega eru. Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum.“Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG og varaformaður nefndarinnar, tekur í sama streng. Hún segir í samtali við Vísi að mikil vinna og tími hafi farið í vinnslu málsins. „Þetta var nú ekki lauflétt. Við erum búin að sitja með málið frá því í nóvember og gefa okkur tíma til þess að vinna það. En það er ástæða til að hrósa þessu vinnulagi. Við komumst að því að það var hægt að ná samkomulagi um það að falla frá því að afturkalla lögin. Það hefði að mínu mati verið mikið skref afturábak.“ Katrín segir hina raunverulegu áskorun felast í umræðu um þau atriði sem nefndarmenn eru ekki sammála um eða á því að skoða þurfi betur. Aðspurð segist hún þó vongóð um framhaldið. „Atriðin sem við erum ekki sammála um eru færri en talið var í upphafi, það er mitt mat. Við höfum mikinn efnivið úr þeirri vinnu sem búið er að vinna. Ég fer í þá vinnu af fullum heilindum að ná framförum í þeirri nátturuvernd sem lögin boða.“ Nefndarálitið verður birt á vef Alþingis síðar í dag. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur gengið frá nefndaráliti um náttúruverndarlög þar sem lagt er til að gildistöku þeirra verði frestað til 1. júlí 2015 í stað þess að þau verði felld úr gildi. „Við höfum tilgreint nokkur atriði umfram önnur sem við teljum að þurfi að skoða,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar, í samtali við Vísi. „Í mínum huga er það sögulegur viðburður þegar það næst sátt um jafn viðamikið og umdeilt mál og lög um náttúruvernd vissulega eru. Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum.“Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG og varaformaður nefndarinnar, tekur í sama streng. Hún segir í samtali við Vísi að mikil vinna og tími hafi farið í vinnslu málsins. „Þetta var nú ekki lauflétt. Við erum búin að sitja með málið frá því í nóvember og gefa okkur tíma til þess að vinna það. En það er ástæða til að hrósa þessu vinnulagi. Við komumst að því að það var hægt að ná samkomulagi um það að falla frá því að afturkalla lögin. Það hefði að mínu mati verið mikið skref afturábak.“ Katrín segir hina raunverulegu áskorun felast í umræðu um þau atriði sem nefndarmenn eru ekki sammála um eða á því að skoða þurfi betur. Aðspurð segist hún þó vongóð um framhaldið. „Atriðin sem við erum ekki sammála um eru færri en talið var í upphafi, það er mitt mat. Við höfum mikinn efnivið úr þeirri vinnu sem búið er að vinna. Ég fer í þá vinnu af fullum heilindum að ná framförum í þeirri nátturuvernd sem lögin boða.“ Nefndarálitið verður birt á vef Alþingis síðar í dag.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira