Fótbolti

Þegar Zlatan kastaði boltanum í andlitið á Gunnari Nielsen og komst upp með það

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Zlatan Ibrahimovic er ekki alltaf barnanna bestur á fótboltavellinum þó hann sé nánast alltaf bestur í fótbolta á vellinum.Í Norðurlandaslag Svíþjóðar og Færeyja í undankeppni EM 2014 sýndi hann sínar bestu og verstu hliðar. Zlatan skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri en átti líka að fá rautt spjald. Þrír Íslandsvinir tóku þátt í atburðarás sem endaði með rauðu spjaldi, en Zlatan slapp með skrekkinn eins og stundum áður.Á 79. mínútu í leik Svíþjóðar og Færeyja í júní 2013 keyrði Andreas Granqvist, miðvörður Svíþjóðar, niður Fróða Benjamínsen, leikmann Færeyja þegar gestirnir voru á leið í skyndisókn.Granqvist spilar með Krasnodar og stendur þar vaktina í hjarta varnarinnar með íslenska landsliðsmanninum Ragnari Sigurðssyni. Fróði Benjamínssen skoraði fjögur mörk í 18 deildar- og bikarleikjum fyrir Fram árið 2004.Búlgarski dómarinn Nikolai Yordanov stöðvaði leikinn og rak Granqvist út af, en Gunnar Nielsen, markvörður færeyska landsliðsins, kom hlaupandi úr markinu til að hjálpa dómaranum með ákvörðun sína. Gunnar varði mark Stjörnunnar í sumar og samdi við svo Íslandsmeistara FH eftir tímabilið.Gunnari og Zlatan lenti saman en markvörðurinn ætlaði ekki að taka þátt í frekari slagsmálum og kom sér burt. Þegar hann kom svo hlaupandi aftur að Zlatan og dómaranum kastaði Svíinn boltanum í andlit markvarðarins án þess að dómaratríóið tæki eftir því.Manni færri tryggði Zlatan Svíum sigurinn á 82. mínútu með vítaspyrnu þegar hann hefði líklega átt að vera farinn út af.Þetta skemmtilega atvik má sjá hér að ofan.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.