Innlent

Ingibjörg Sólrún harmar sýknudóminn í dag

Jakob Bjarnar skrifar
Ingibjörg Sólrún segist gráti nær, engin áhöld séu um að atburðurinn hafi átt sér stað.
Ingibjörg Sólrún segist gráti nær, engin áhöld séu um að atburðurinn hafi átt sér stað.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar og utanríkisráðherra, tjáir sig um sýknudóm sem féll í dag; fimm piltar töldust í héraði ekki sekir um að hafa nauðgað stúlku eins og ákæra hljóðaði uppá og hún harmar dóminn.

Hún segist gráti nær, engin áhöld séu um að atburðurinn hafi átt sér stað. „En hvernig má það vera að það sé ekki skilgreint sem ofbeldi þegar fimm strákar bókstaflega ganga í skrokk á 16 ára stelpu og taka sig saman um að ríða henni,“ skrifar Ingibjörg Sólrún meðal annars í færslu sem hún var að birta á Facebook.

Annars er pistill hennar í heild eftirfarandi:

„Í starfi mínu fyrir UN Women er ofbeldi gegn konum daglegt viðfangsefni svo ég er ýmsu vön en ég er samt gráti næst eftir að hafa séð fréttina af sýknudómnum yfir þessum fimm strákum. Það eru engin áhöld um að atburðurinn átti sér stað en það eru áhöld um samþykki sem ræður úrslitum.

En hvernig má það vera að það sé ekki skilgreint sem ofbeldi þegar fimm strákar bókstaflega ganga í skrokk á 16 ára stelpu og taka sig saman um að ríða henni. Fyrst þetta er ekki ofbeldi hvað er þetta þá – kannski „algerlega venjulegt kynlíf“ eins og einn strákurinn sagði fyrir dómi?!

Atvikalýsing liggur fyrir og ég veit hvað mér finnst um svona athæfi. Ég er fullfær um að kveða upp þann dóm að þessir strákar eru sekir um ofbeldi.“

Ummælakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt.


Tengdar fréttir

Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist

Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti var efnislega á sama veg. Ekkert kom fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykk eins og segir í dómnum.

Allir sýknaðir af hópnauðgun

Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×